zhrine – utopian warfare (nýtt lag)

Andfarinn er ennþá Jón Sækd yfir því að það sé að loksins að koma út breiðskífa með Zhrine. Hinum ókrýndu konungum íslensks dauðarokks, segja sumir. Þeir aðilar átta sig ekki á því að við búum í lýðveldi, ekki konungsríki, þar sem þingræði er.

En, um hvaða plötu er verið að tala um. Unortheta mun skífan sú heita, og kemur hún út í byrjun næsta mánaðar hjá Season of Mist! En, það eina sem ég vil vita er…

…HVENÆR ERU ÚTGÁFUTÓNLEIKARNIR!?!?! Hér á landi! Eitthvað útlandaflipp telst ekki með!


12798854_596995267125226_9141903697436684544_n

zhrine – empire

Já, ég veit að Sylvaine var nú ekki eins mikið djöflarokk og ég vildi selja þér en engar áhyggjur, hér er komið almennilegt djöflarokk!

En þetta er samt ekki djöflarokk, frekar dimmt, drungalegt og djöfullegt dauðarokk. Og það virkar alveg einstaklega vel.

Því að… Loksins er platan að fara koma út! Hvaða plata? Unortheta! Þú manst, það sem hljómsveitin hét í fimm mínútur á milli Gone Postal og Zhrine. Hún kemur út áttunda apríl hjá Season of Mist und ze Andfari ist Sæked! Jón Sæked!

Já, og ef þú ert að leita að ástæðu til þess að skreppa til London en veist ekkert hvað þú átt að gera þar, þá eru Zhrine, Severed og Auðn að spila á The Black Heart tuttugasta maí. Þú gætir gert margt verra í lífinu en að kíkja á þá tónleika.

zhrine – spewing gloom

Það styttist óðum í frumburð strákanna okkar í Zhrine, en breiðskífan sú ber nafnið Unortheta og kemur út áttunda apríl í gegnum Season of Mist.

Við höfum heyrt “Spewing Gloom” áður en nú er komið að því að við heyrum hana í þeirri útgáfu sem hún birtist á plötunni. Dauðarokk! Gulli slegið!

shrine æla drunga í nýju myndbandi

Það hefur færst í aukana að hljómsveitir sendi frá sér myndbönd sem tekin eru upp í hljóðverum til þess að láta áhugasama vita hvernig upptökurnar ganga. Hljómsveitin Shrine, sem hét eitt sinn Gone Postal og í afskaplega stuttan tíma Unortheta, tók þetta skrefinu lengra og birti fyrir helgina myndband við lagið “Spewing Gloom” sem er eingöngu sett saman úr klippum sem teknar voru upp á meðan sveitin tók upp skífuna Unortheta.

Eftir því sem ég best veit er hljómsveitin ekki komin með samning um útgáfu á plötunni en miðað við þetta lag ætti það ekki að vera mikið mál fyrir Shrine að finna áhugasama aðila.

Gone Postal verður Shrine

shrine

Fyrr á árinu tilkynnti íslenska öfgarokksveitin Gone Postal að hún hyggðist skipta um nafn. Svo virtist sem GóPó væri ekki lengur nafn sem hljómsveitin vildi tengja sig við og tími væri kominn til að breyta.

Síðustu tónleikar Gone Postal voru á Mayhemisphere síðasta sumar og daginn eftir, ef minnið bregst ekki, voru fyrstu tónleikar GóPó sem Unortheta. Ætli það hafi ekki verið einu tónleikarnir undir því nafni þar sem hljómsveitin hefur enn einu sinni skipt um nafn og heitir nú Shrine. Ekki sami tungubrjóturinn og það fyrra og sérhljóðarnir tveir verða sem einn.

Því er um að gera að kíkja á Facebooksíðu hljómsveitarinnar, sem er glæný, og smella einu líki á. Þegar þetta er skrifað eru 93 lík komin og án efa á hljómsveitin þó nokkur inni.