zhrine – empire

Já, ég veit að Sylvaine var nú ekki eins mikið djöflarokk og ég vildi selja þér en engar áhyggjur, hér er komið almennilegt djöflarokk!

En þetta er samt ekki djöflarokk, frekar dimmt, drungalegt og djöfullegt dauðarokk. Og það virkar alveg einstaklega vel.

Því að… Loksins er platan að fara koma út! Hvaða plata? Unortheta! Þú manst, það sem hljómsveitin hét í fimm mínútur á milli Gone Postal og Zhrine. Hún kemur út áttunda apríl hjá Season of Mist und ze Andfari ist Sæked! Jón Sæked!

Já, og ef þú ert að leita að ástæðu til þess að skreppa til London en veist ekkert hvað þú átt að gera þar, þá eru Zhrine, Severed og Auðn að spila á The Black Heart tuttugasta maí. Þú gætir gert margt verra í lífinu en að kíkja á þá tónleika.