frumsýning: foscor – ciutat tragica

Mynd: Raquel Garcia

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með spænsku dimmproggsveitinni Foscor en nýjasta breiðskífa hennar, Les Irreals Visions, kemur út hjá Season of Mist níunda júní næstkomandi. Með hljómsveitinni í för í þessu lagi er Alan Averill, sem einhverjir ættu að þekkja sem söngvara írsku dómsdagsmálmssveitarinnar Primordial.

kíktu á nýtt myndband með obsidian kingdom

Áður en við dembum okkur í aðalfrumsýningu dagsins nú klukkan tvö erum við með smá forrétt.

Glænýtt myndband með spænsku rokkurunum í Obsidian Kingdom, sem gáfu út breiðskífuna A Year With No Summer út á Season of Mist fyrr á þessu ári.

Í þetta sinn er hljómsveitin á rólegri nótum en áður, en um er að ræða órafmagnaða útgáfu af laginu „Black Swan“, sem ekki hefur heyrst áður.