frumsýning: thyrant – e.o.s.

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með spænsku djöflakjarnasveitinni Thyrant en fyrsta breiðskífa hennar, What We Left Behind…, kemur út hjá Indie Recordings tólfta maí næstkomandi.

Aðspurð segjast hljómsveitarmeðlimir afskaplega ánægðir með að vera komnir á mála hjá norska þungarokksrisanum. Það fór mikið af blóð, svita og tárum í þessa plötu og ættu hlustendur að verða vel varir við það.

kíktu á nýtt myndband með obsidian kingdom

Áður en við dembum okkur í aðalfrumsýningu dagsins nú klukkan tvö erum við með smá forrétt.

Glænýtt myndband með spænsku rokkurunum í Obsidian Kingdom, sem gáfu út breiðskífuna A Year With No Summer út á Season of Mist fyrr á þessu ári.

Í þetta sinn er hljómsveitin á rólegri nótum en áður, en um er að ræða órafmagnaða útgáfu af laginu „Black Swan“, sem ekki hefur heyrst áður.