rotting christ – rituals

Nú efast ég ekki um að margir kætist, því grísku djöflarokkshundarnir í Rotting Christ eiga marga vini hér á landi. Það ætti nú ekki að koma á óvart því hljómsveitin hefur nú sótt okkur Íslendinga heim oftar en einu sinni.

Í dag fáum við að njóta nýjustu skífu sveitarinnar, Rituals, í öllu sínu veldi. Að vísu kemur hún ekki út fyrr en tólfta hjá Season of Mist, þannig að það er ennþá smá tími í að þið getið getið rölt til hans Kidda í Smekkleysu eftir eintaki, en þangað til getiði notið hennar hér.

rotting christ – elthe kyrie

Mér finnst eins og það sé varla dagur liðinn frá því að Rotting Christ kom fram á Eistnaflugi nú í sumar og spændi í gegnum hvern slagarann á fætur öðrum. Þó eru nú liðnir tæpir sex mánuðir síðan þá.

Tólfta febrúar á næsta ári kemur tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar, Rituals, út og í dag hlotnast Andfara sá mikli heiður að fá að frumsýna fyrsta lagið af þeirri plötu. Líkt og síðustu þrjár plötur sveitarinnar kemur þessi út hjá Season of Mist. Njótið vel!