ný tónlist: svartsyn – seven headed snake (og næstum nýtt með ofermod)

Það er gaman að sjá eldri hljómsveitir snúa aftur með góð lög, því þá leyfir maður sér að vona að komandi breiðskífur verði eitthvað meira en skugginn af því sem áður var.

Svartsyn sleppti í dag nýju lagi í loftið, tekið af In Death, sem væntanleg er í byrjun júní. “Seven Headed Snake” Lagi sem hljómar eins og það sé ekki samið af einstaklingi sem er í sífellu að reyna að skapa aftur það sem áður var.

Það mætti segja það sama um Sol Nox, þriðju breiðskífu Ofermod, þó þar sé svo sannarlega dansað á línunni.

ný skífa loksins væntanleg frá mortuus

mortuus
texti: eyvindur gauti

Síðustu ár höfum við séð ýmsa frumkvöðla ofursvertunnar fjarlægjast upprunann, sumir hafa leitað í faðm hins forna þungarokks á meðan aðrir hafa leitað í dauðarokkið og gleymt sér í dýrkun á Flórídagoðum.

Það er því gaman að sjá hljómsveitir snúa aftur sem að maður bjóst við að væru löngu dauðar. Líkt og samlandar þeirra í Orcustus og Flagellant hafa sænsku dauðadýrkendurnir í djöflarokkssveitinni Mortuus haldið sig á jaðrinum, og lítið sem ekkert hefur heyrst frá þeim síðan De contemplanda Morte; De Reverencie laboribus ac Adorationis kom út á vegum The Ajna Offensive á velmegunarárinu 2007.

Núna virðist sem við getum gripið gleði okkar á ný því stutt er í aðra breiðskífu frá sveitinni. Skífan sú hefur hlotið titilinn Grape of the Vine og líkt og fyrri afurðir Mortuus mun hún koma út á vegum Ajna fyrri part sumars. Aðdáendur gæðarokks í anda Svartadauða og Sinmara ættu því að gleðjast mjög yfir þessum tíðindum, en þess má einmitt til gamans geta að Mortuus mun stíga á svið í fyrsta skiptið seinna á þessu ári í Hollandi ásamt Svartadauða á Aurora Infernalis tónleikahátíðinni í Hollandi.

Heimasíða Mortuus
Heimasíða The Ajna Offensive