kíktu á nýtt myndband með obsidian kingdom

Áður en við dembum okkur í aðalfrumsýningu dagsins nú klukkan tvö erum við með smá forrétt.

Glænýtt myndband með spænsku rokkurunum í Obsidian Kingdom, sem gáfu út breiðskífuna A Year With No Summer út á Season of Mist fyrr á þessu ári.

Í þetta sinn er hljómsveitin á rólegri nótum en áður, en um er að ræða órafmagnaða útgáfu af laginu “Black Swan”, sem ekki hefur heyrst áður.

obsidian kingdom – darkness

obsidian kingdom / mynd: ester segarra
obsidian kingdom / mynd: ester segarra

Rætur spænsku hljómsveitarinnar Obsidian Kingdom liggja í niðadimmu djöflarokki, þótt það sé ef til vill erfitt að ímynda sér það þegar maður kíkir á myndina af hljómsveitinni hér fyrir ofan. Það er ekki vott af líkmálningu að finna þar og ekki einn dropa af blóði. Þarna eru bara vel klæddir menn og skemmtileg veggjalist.

Ellefta mars næstkomandi kemur önnur breiðskífa sveitarinnar út á vegum Season of Mist, og ber hún titilinn The Year With No Summer. “Darkness” er annað lagið sem Andfarinn frumsýnir hér af þessari plötu og aldrei að vita nema við eigum eftir að heyra meira frá sveitinni fljótlega.

obsidian kingdom – away / absent

Það er skítakuldi núna, snjór yfir öllu og algjör óþarfi að vera eitthvað á ferli núna nema þá til þess að fylla á kakóið.

Heppilegt að Andfari frumsýnir nú glænýtt lag með spænsku rokksveitinni Obsidian Kingdom .

Þetta er ein af þeim hljómsveitum sem erfitt er að festa í einhverja eina stefnu. Hún er út um allt. Þú verður því að kíkja á þetta lag og ákveða svo.

Þriðja breiðskífa sveitarinnar, A Year With No Summer, kemur út á vegum Season of Mist ellefta mars næstkomandi.

sólstafir sigra meginlandið

mynd: guðný lára thorarensen
mynd: guðný lára thorarensen

Svo virðist sem rokkhundar á meginlandinu falli í stafi yfir Sólstöfum. Slíkt má ætla af sífelldum fréttum af uppseldum tónleikum á yfirstandandi tónleikaferðalagi sveitarinnar.

Hljómsveitin ferðast nú um Evrópu ásamt rokkbræðrum sínum í Obsidian Kingdom, en báðar eru sveitirnar á mála hjá Season of Mist.

Meðlimir Sólstafa eru með eindæmum lausnamiðaðir og hafa komið til móts við aukna eftirspurn með frekara tónleikahaldi. Stuttu eftir áramót skella strákarnir sér aftur í rútuna og taka annan rúnt um meginlandið, og má ætla að fréttir þær kæti án efa mjög marga.

obsidian kingdom: ball-room

obsidiankingdom

Það má vel vera að rætur hinnar spænsku Obsidian Kingdom liggi í köldum faðm svartmetalsins en nú virðist hljómsveitin vera djúpt sokkin í proggaða eftirsvertu.

Tvö ár eru síðan Mantiis, fyrsta breiðskífa sveitarinnar, leit dagsins ljós í afskaplega takmörkuðu upplagi, Eftirspurnin hefur verið mikil fyrir endurútgáfu og hefur hljómsveitin loksins svarað kallinu og fljótlega kemur skífan út á vegum Season of Mist.

Ef þú átt erfitt með að bíða kíktu þá á glænýtt myndband sveitarinnar hérna fyrir neðan. Þess er einmitt vert að geta að eftir rúma viku skellir hljómsveitin sér í reisu um Evrópu endilanga með Sólstöfum.

obsidian kingdom
season of mist
hérna geturðu versla plötuna