nýtt undir nálinni 191016

Norska þungarokkshátíðin Blastfest tilkynnti það í dag, að vegna utanaðkomandi þrýsting neyddist hún til þess að neita Peste Noire um að koma fram á hátíðinni á næsta ári. Í kjölfar þess ákvað finnska hljómsveitin Horna að hætta við að spila á hátíðinni.

Skipuleggjendur hátíðarinnar höfðu áður, meðal annars þegar hljómsveitin var tilkynnt á hátíðina, að þetta væri spurning um tónlist en ekki pólitík, en Peste Noire hefur lengi verið alræmd fyrir að pólitískar skoðanir sínar, sem margir virðast ekki sáttir við.

Samkvæmt hátíðinni var það svo að nú var spurning um líf hátíðarinnar, að annað hvort kæmi hljómsveitin ekki fram eða hátíðin gæti ekki starfað lengur í Bergen.

Á léttari nótum þá mun hin ódrepandi þrasslest frá New York, Overkill, gefa út nýja smáskífu í byrjun næsta mánaðar. Sjötomman mun koma út á vegum Nuclear Blast, án efa í öllum mögulegum litum, og hér geturðu tékkað á titillaginu! Jeij!!!

ghost bath – happyhouse (myndband)

skjámynd úr myndbandi ghost bath
skjámynd úr myndbandi ghost bath

Á síðasta ári gaf bandaríska sjálfsmorðsvertuhljómsveitin Ghost Bath út sína aðra breiðskífu, Moonlover, og var hún gefin út í gegnum þýsku útgáfuna Northern Silence. Ári síðar tekur önnur þýsk útgáfa, Nuclear Blast, sig til og gefur téða breiðskífu út fyrir Ameríkumarkaðinn. Áður en hægt var að blikka augu tvisvar voru allir að tala um hana og ekki vegna þess að eitt sinn sagðist hljómsveitin vera kínversk.

En, hún er ekki lengur að þykjast vera kínversk og öðruvísi, nú er hún bara amerísk og býr til tónlistarmyndbönd. Hljómsveitarmeðlimir æða um kirkjugarða, stunda sjálfskaða og hengja sig, allt er lagt í sölurnar til þess að gera flott og fín myndbönd. Blóð selur.

toska og ghost bath

Ég fékk í dag sent prómó með íslensku black metal sveitinni Toska. Ég hef aldrei heyrt um þá hljómsveit, en miðað við gróskuna sem er í öndergrándinu núna má vel vera að þarna sé um íslenska sveit að ræða. Ég held samt að við séum að tala um eitthvað Ghost Bath dæmi, þar sem ekki einn einasti meðlimur er íslenskur heldur að þetta sé brasilískt fótanuddtæki.

Hvað um það, ég renndi þessari skífu Toska, sem kemur út hjá Eiwaz Recordings fimmtánda maí, í gegn og hún hljómar ágætlega. Jafnvel góð á köflum. Lagið “Iced Spectres” kemur sterkt inn.

Einhverra hluta vegna minnti Toska mig hljómsveitina Ghost Bath. Sú hljómsveit sagðist eitt sinn vera kínversk, býst ég við til þess að skapa leyndardómsfulla stemmningu, en var á endanum afhjúpuð sem samansafn af ósköp venjulegum Ameríkum þungarokkurum sem höfðu gaman af djöflarokki og leyndardómum. Miðað við myndbandið þá hafa þeir líka gaman að sænsku hljómsveitinni Ofdrykkja. Miðað við tónlistina þá hafa þeir líka gaman af Deafheaven. Þeir virðast líka hafa gaman að standa út í kirkjugarði klæddir upp eins og Leðurblökumaðurinn.

fear factory skellir nýju lagi á netið

Já, Fear Factory, ein af skemmtulegustu hljómsveitunum sem dauðarokkið hefur gefið af sér, er enn á ný risin upp og stefnir á útgáfu nýrrar breiðskífu, Genexus, í fyrstu vikunni í ágúst í gegnum Nuclear Blast. Að því tilefni skellti hljómsveitin nýju lagi á netið og ég held að ég hafi aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með hljómsveitina og núna. Meðalmennskan út í gegn! Án efa á þetta lag samt örugglega eftir að enda í einhverri kvikmynd um unglingadrama og glitrandi vampírur.

örstutt í komu the vintage caravan

Það styttist óðum í Arrival, þriðju breiðskífu The Vintage Caravan, en platan sú kemur út á vegum Nuclear Blast í maí. Þú getur forpantað hana með því að smella á þennan hlekk en þú þarft ekki að fara neitt lengra til þess að hlusta á hið glænýja lag “Babylon” núna.