ghost bath – happyhouse (myndband)

skjámynd úr myndbandi ghost bath
skjámynd úr myndbandi ghost bath

Á síðasta ári gaf bandaríska sjálfsmorðsvertuhljómsveitin Ghost Bath út sína aðra breiðskífu, Moonlover, og var hún gefin út í gegnum þýsku útgáfuna Northern Silence. Ári síðar tekur önnur þýsk útgáfa, Nuclear Blast, sig til og gefur téða breiðskífu út fyrir Ameríkumarkaðinn. Áður en hægt var að blikka augu tvisvar voru allir að tala um hana og ekki vegna þess að eitt sinn sagðist hljómsveitin vera kínversk.

En, hún er ekki lengur að þykjast vera kínversk og öðruvísi, nú er hún bara amerísk og býr til tónlistarmyndbönd. Hljómsveitarmeðlimir æða um kirkjugarða, stunda sjálfskaða og hengja sig, allt er lagt í sölurnar til þess að gera flott og fín myndbönd. Blóð selur.