frumsýning: earth electric – meditate. mediate

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með portúgölsku rokksveitinni Earth Electric en nýjasta breiðskífa hennar, Vol.1: Solar, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Ég gæti eflaust notað einhver falleg lýsingarorð til þess að tjá mig um tónlist hljómsveitarinnar en af hverju ætti ég að gera slíkt þegar að Rune Eriksen, gítarleikari Earth Electric, jarðar allar mögulegar lýsingar sem þessi ofurhressi miðaldra metalbloggari gæti komið með?

We have chosen the aptly titled ‘Meditate. Mediate’ as our first single, because this song reflects the content and theme of our album well. We also feel that its vibe serves as a wake-up call for this rather bleak and egocentric world. We simply need more colours! Through our debut ‘Vol.1: Solar’ we convey pure emotions with a musical emphasis on ‘the classic era’ of hard rock. In our opinion, the result is adventurous and fun; at times a tad psychedelic and untamed yet on the other hand classic and refined. This is no make-up, just pure rock in all its pride and glory. We are Earth Electric!

Það er ekki hægt að toppa þetta og algjör óþarfi.

frumsýning: fight the fight – perfect combination

Þrátt fyrir að vera afskaplega ung er norska þungarokkssveitin Fight the Fight hlaðin reynslu. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa starfað saman í fjöldamörg ár undir ýmsum nöfnum, nú síðast Faenskap. En, á nýju ári mun Fight the Fight rísa upp úr ösku Faenskap og mun Indie Recordings gefa út fyrstu breiðskífu sveitarinnar.

Við hverju má búast? Hörðu dauðarokki í anda Molested? Ísköldu djöflarokki í anda Abbath? Nei, við erum á nútímaslóðum hérna, ekki föst í forneskju ævintýrasagna. Það eru engir leðurfrakkar hérna. Engin líkmálning. Bara húðflúr og hárlakk.

frumsýning: sahg – blood of oceans

Það er alveg einstaklega leiðinlegt veður úti. Þegar þetta er skrifað er niðadimmt úti, rok og rigning.

Skellum því norskum dómsdagsmetal á fóninn! Þetta textavídjó við lagið “Blood of Oceans”, en Einar Selvik úr Wardruna samdi lagið með meðlimum Sahg, ætti að kæta fólk.

Memento Mori, fimmta breiðskífa Sahg, kom út á vegum Indie Recordings tuttugasta og þriðja september síðastliðinn.

frumsýning: einherjer – ballad of the swords

Dreptu mig ekki hvað Perturbator var góður í gær! Ég held að ég sé ennþá að jafna mig eftir þetta. Tónleikar ársins? Tónleikar aldarinnar? Eiga FM Belfast eitthvað í stuðið sem var þarna? Stór orð. Stór orð.

En, í dag frumsýnir Andfarinn glænýtt myndband með norsku víkingarokksveitinni Einherjer. Lagið nefnist “Ballad of the Swords” og er tekið af plötunni Dragons of the North XX sem kemur út á vegum Indie Recordings eftir tvær vikur.

Ég held að það sé helvíti fínt að slappa aðeins af og taka því rólega með kaffibolla í einni og kleinu í hinni og kíkja á þessa eðalræmu sem Costin Chioreanu skapaði fyrir hljómsveitina, í þessum skítakulda sem er úti!

ieatheartattacks – drowning is my new favorite thing (nýtt lag)

IEatHeartAttacks er þá þriðja hljómsveitin frá Fysisk Format sem við minnumst á í dag. Þetta lag kom nú reyndar ekki út í dag, heldur í enda október, en það er gott svo við látum það fylgja með hérna. Hávaðapönk af plötunni Please Just Dance Death sem kemur út á vegum Fysisk Format í byrjun febrúar.