bætist í hópinn á reykjavík deathfest

Reykjavík Deathfest verður haldinn á Gauknum í maí á næsta ári og hópurinn sem kemur þar fram stækkar ört þessa dagana. Fyrir var búið að tilkynna Cryptopsy, Hubris, Ophidian I og Syndemic, og í dag bættust tvær hljómsveitir við, Nexion og Virvum.

Nexion er íslensk dauðarokkssveit sem var stofnuð í byrjun ársins, en hefur komið sterk inn. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem hljómsveitin er skipuð reynsluboltum úr böndum á borð við Diabolus og Blood Feud.

Virvum er svissnesk dauðarokkshljómsveit sem spilar progresíft dauðarokk. Hún ætti því að passa vel í þá veislu tæknidauða sem hátíðin stefnir í að verða. Sveitin hefur starfað síðan 2007 en gaf sjálf út sína fyrstu skífu, Illuminance, fyrr í þessum mánuði.

blank spell læv í ketilsherberginu

Sumar helgar eru pakkaðri en aðrar. Næsta helgi, til dæmis, pökkuð í döðlur! Tveir tónleikar á föstudaginn. Tveir á laugardaginn.

Á föstudaginn? Falkfest á Spot þar sem svo mikið af góðu fólki kemur fram að það er ótrúlegt. Þessir tónleikar eru haldnir til styrktar Gulla Falk sem greindist nýlega með krabbamein. Á Íslenska Rokkbarnum verður svo Dauði og Rotnun. Þar munu góða fólkið í Show Me Wolves, Blood Feud og Grave Superior koma fram.

Á laugardaginn? Það verður drungapönk í hjólabrettasalnum í Dugguvogi. Skemmtileg staðsetning fyrir tónleika! Kælan Mikla verður þarna ásamt Gröfum og amerísku drungapönksveitunum Blank Spell (myndband hérna fyrir neðan y’all!) og Haldol. Á Bar 11 verða svo dauði og djöfuldómur þar sem Show Me Wolves, Nexion og Urðun koma fram! Fokk hvað þetta verður erfiður laugardagur! Lúxusvandamálin alveg að buga mann hérna. Fer maður á bæði eða bara annað. Þessar erfiðu ákvarðanir, maður!

misþyrming, auðn, beneath, wormlust og reykjavík deathfest

Þungarokkstengslin milli Íslands og Noregs styrkjast með hverju árinu! Beneath og Wormlust komu fram á Inferno tónlistarhátíðinni í Oslo sem endaði í gær. Seinna á árinu mun Skálmöld koma fram á Midgardsblot tónlistarhátíðinni sem fer fram í bænum Borre og í byrjun næsta árs mun Misþyrming og Auðn spila á Blastfest í Bergen. Ágætis útflutningur á íslensku þungarokki í gangi þarna.

Beneath mun einmitt troða upp á Gauknum næstu helgi á Reykjavík Deathfest. Ég ætti ekki að þurfa að telja hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni upp fyrir þig, en ef þú er búinn að gleyma því þá er auglýsing fyrir viðburðinn hægra meginn við þennan texta. Ég hlakka til Reykjavík Deathfest, ég verð bara að segja það. Ég er spenntur.

Ég er einnig spenntur fyrir upphituninni sem verður á Bar 11 fyrsta apríl. Þar munu Grave Superior, Narthraal og Nexion koma fram. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég sé Grave Superior og Nexion á sviði og í fyrsta sinn sem ég sé Narthraal með nýja gítarleikarann. Spennandi tímar framundan!

Ef svo skyldi vera að þú hafir engan áhuga á dauðarokki á föstudaginn þá verða Oni og O’Bannion á Dillon sama dag. Ég hef aldrei séð O’Bannion en Oni verður alltaf betri og betri.

Þetta verður þétt helgi, það er víst.