frumsýning: earth electric – meditate. mediate

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með portúgölsku rokksveitinni Earth Electric en nýjasta breiðskífa hennar, Vol.1: Solar, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Ég gæti eflaust notað einhver falleg lýsingarorð til þess að tjá mig um tónlist hljómsveitarinnar en af hverju ætti ég að gera slíkt þegar að Rune Eriksen, gítarleikari Earth Electric, jarðar allar mögulegar lýsingar sem þessi ofurhressi miðaldra metalbloggari gæti komið með?

We have chosen the aptly titled ‘Meditate. Mediate’ as our first single, because this song reflects the content and theme of our album well. We also feel that its vibe serves as a wake-up call for this rather bleak and egocentric world. We simply need more colours! Through our debut ‘Vol.1: Solar’ we convey pure emotions with a musical emphasis on ‘the classic era’ of hard rock. In our opinion, the result is adventurous and fun; at times a tad psychedelic and untamed yet on the other hand classic and refined. This is no make-up, just pure rock in all its pride and glory. We are Earth Electric!

Það er ekki hægt að toppa þetta og algjör óþarfi.

upptaka frá tónleikum mayhem í osló

Síðasta laugardag kom hin goðsagnakennda djöflarokkssveit Mayhem fram í Osló og tók hina goðsagnakenndu plötu De Mysteriis Dom Sathanas í öllu sínu goðsagnakennda veldi!

YouTube notandinn Mr. Deathfather hefur verið duglegur að taka upp tónleika í Osló síðustu misseri og var hann á staðnum með sína traustu myndavél. Því miður voru aðstæður ekki sem bestar en þó ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að hafa gaman af þessu myndbandi.

suchthaus breiðir yfir mayhem með hellhammer berjandi húðir

Það er spurning hvort Hellhammer, trommari djöflarokkssveitarinnar Mayhem, hafi farið yfir einhver mörk núna því kappinn tók þátt í ábreiðu norsku framúrstefnurokkaranna Suchthaus á „Life Eternal“, eilífðarslagara hinna fornu meistara.

Suchthaus er sköpunarverk listamannsins Rene Hamel sem kallar sig þarna Spacebrain, en hann hefur skapað margar sviðsmyndir þær sem Mayhem hefur notað á síðustu árum. Með honum eru Hellhammer, Fruen og hinn íslenski Ingvar the Last Viking.

Kíkið á og njótið vel.

teloch úr mayhem skellir sér í leikhús

teloch_ester_segarra

Fréttir bárust fyrr í vikunni af afrekum Teloch, gítarleikara hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Mayhem. Þá hljómsveit þarf vart að kynna en þá er um að gera að minnast smá á Nidingr, aðra hljómsveit sem Teloch er einnig í, og þá sérstaklega aðra plötu sveitarinnar, Wolf-Father, sem er einhver besta djöflarokksplata sem komið hefur frá Noregi á síðustu fimm árum.

Það er þó ekki nóg fyrir Teloch, því í gær var leikritið Mother Courage and Her Children frumsýnt í Osló í gær en leikritið samdi Bertold Brecht, einstaklingur sem hinn ómenntaði Andfari þekkir ekki.

Ef þú, lesandi góður, vilt þó auka við þekkingu þína og skella þér í leikhús í Noregi er eflaust ágætt að kíkja á leikrit sem gítarleikarinn úr Mayhem samdi alla tónlist fyrir. Jafnvel að þú rekist á kappann í leiðinni þar sem hann sér algjörlega um tónlistarflutning þarna. Ég meina, þú fórst á Skálmöld í Borgarleikhúsinu, er það ekki? Held þú hafir nú bara gott af því að kíkja á þetta.

fleurety

fleurety

Like many I spend too much time on Facebook. Some might say I‘m wasting my time browsing through status updates and checking out what songs were posted in this or that group. Sometimes, though, wasting your time pays off. A few days ago the Norwegian avant-garde Metal band Fleurety posted a photo of a letter on their Facebook page, and it seems the writer wasn‘t too happy about Fleurety getting a deal with Misanthropy Records back in the day. Perhaps the band‘s off beat presentation was not approved of by the Black Metal Militia in Norway back then, but I sent Svein Egil Hatlevik, one of Fleurety‘s masters of madness, a couple of questions about this. He was willing to provide thorough and insightful answers to my rather basic questions, as well as raising a valid point about what was right and wrong back then…

Was it really so that Fleurety wasn’t accepted by black metallers in Norway?

That is a timely question indeed. I think there was only a tiny minority that ever cared about whether or not Fleurety was an „acceptable“ band. Some people took part in a smear campaign against our band, but this campaign didn’t have much impact. We had our friends and people from other bands that we hung out with, so the conditions were good for discussing music, exchanging ideas and laughing at other bands that we thought were silly. The letter that we posted at our Facebook site is clearly LOL-worthy, and that’s why we wanted to share it.

diefleuretydie
the infamous letter. photo taken from fleurety’s facebook page.

What was the scene like back then?

I usually keep on repeating the point that the boundaries of black metal were undefined — meaning nobody really had an idea of what black metal was supposed to sound like. That’s why you had such an enormous variety during the early nineties. When Master’s Hammer, Necromantia (with saxophones!), Mercyful Fate, Arcturus, Celtic Frost, Thorns, Burzum, Ulver and Darkthrone would all pass as black metal, then it is fairly obvious (at least to me) that a lot of diversity had to emerge. This was the time before the release of „Transylvanian Hunger“ and all those records that made people think that black metal is supposed to adhere to a specific formula.

fleurety

euronymous og manheim í l.e.g.o.leik

l.e.g.o.
mynd: skjáskot úr myndbandinu.

Á sama tíma og hin goðsagnakennda smáskífa Deathcrush var í smíðum þá lifðu sumir meðlimir Mayhem tvöföldu lífi. Euronymous og Manheim horfðu út fyrir þungt rokkið og gleymdu sér í sköpun á framúrstefnulegu popprokki.

Eflaust missa einhverjir móðinn núna þegar þeir komast að því að meira var undir skikkju Árumosar en illskan, en restin gæti haft gaman af þessari neðanmálsgrein í sögu svartrokksins.

mayhem streyma nýju efni á andfara

Mayhem
texti: eyvindur gauti / mynd: ester segarra

Sjötta júní næstkomandi kemur Esoteric Warfare, fimmta skífa norsku ofsarokkssveitarinnar Mayhem, út á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Margir vilja meina að hljómsveitin hafi skapað þá ímynd sem að svartrokkið hefur síðan viðhaldið og held ég að það sé bara nokkuð rétt hjá þeim.

Mayhem fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári en þeir Euronymous, Necrobutcher og Manheim hafa eflaust ekki búist við því að hljómsveitin ætti eftir að tóra svona lengi og hvað þá að lifa einhverja þeirra.

Heimasíða Mayhem
Heimasíða Season of Mist

Hægt er að panta plötuna héðan

Hljómplatan verður í loftinu fram til 5. júní.

fyrstu skrefin… kristján fenrir

Kristján Fenri þarf vart að kynna. Hér á árum áður var hann stórsöngvari í dómsdagsmálmsveitinni Hyl en auk þess hefur hann verið duglegur að skrifa fyrir ýmsa vefmiðla, þar á meðal góðvini okkar hjá Halifax Collect, en það er blogg sem flestir og fleiri til ættu að lesa sem oftast. Við fengum því Fenri, seint á föstudagskveldi til þess að setjast niður og segja okkur frá því hvernig ofsarokksuppeldi hans var háttað.

Á unglingsárum mínum, eftir að hafa verið að hlusta á Marilyn Manson, Rammstein, Korn og fleiri sveitir sem algengt var að unglingar hlustuðu á í byrjun 21. aldarinnar, töldu vinir mínir sem voru mér reyndari í öfgarokki að kominn væri tími á að ég hlustaði á aðeins eitthvað harðara og tóku sig til við að kynna mig fyrir hinum og þessum sveitum. Mín fyrstu skref inn í heim öfgarokksins steig ég með Dimmu Borgum og Cradle of Filth og kann ég þeim hinar mestu þakkir fyrir það þó að ég fylgist ekki með þeim lengur. Það eru þó nokkrar sveitir og plötur sem ég kynntist þegar ég var um 15 ára gamall sem sitja með mér enn.

Í fyrsta skipti sem ég heyrði í alvöru svartmálm vissi ég ekki alveg hvaðan á mig stóð veðrið. Baldur, góðvinur minn og mikill áhugamaður um allskonar öfgarokk, vildi kynna mig fyrir plötum sem hann var mjög spenntur fyrir þá og margir telja hornsteina annarrar öldu svartmálms; De Mysteriis Dom Sathanas með Mayhem og A Blaze in the Northern Sky með Darkthrone. Mér fannst ekki mikið til þeirra koma. Mér fannst Darkthrone platan hljóma eins og menn kynnu ekki alveg á hljóðfærin sín og ýmsar samsetningar skrítnar þó að söngurinn væri ágætur. Mayhem-liðar voru lunknari á sín hljóðfæri og tónlistin fannst mér góð, en þetta garg í Attila Csihar fannst mér með öllu ómögulegt og skildi ekki að nokkur maður skildi hafa gaman af þessu. Það má í stuttu máli segja að þar hafi perlum verið hent fyrir svín. Ég ákvað þó að gefa þessu nokkrar hlustanir til viðbótar og ég lærði að meta þessar plötur. Það er einnig gaman að segja frá því að álit mitt á Attila hefur svo sannarlega snúist, en í dag er hann einn af mínum uppáhalds söngvurum, hvort heldur sem það er með Mayhem, Sunn O))) eða öðrum.

Baldur lét sér þetta ekki nægja heldur kynnti hann mig einnig fyrir My Dying Bride er hann leyfði mér að heyra The Dreadful Hours og er skemmst frá því að segja að þessi inngangspunktur minn í doom metal er enn eitt af mínum uppáhalds verkum þrátt fyrir að ég hafi mikið leitað í aðrar áttir innan doom, helst þá í stoner eða sludge.

Ég er afskaplega glaður með að hafa lært að meta þessar plötur og fyrir að hafa átt fleiri góða vini sem kynntu mig fyrir fleiri sveitum sem og ráðleggingar frá internetinu („fans of this also like…“ og svo framvegis) til að bæta á playlistann í gegnum tíðina því ég held að án fjölbreytts öfgarokks sem hæfir hvaða skapi, árstíð eða veðri sem er væri lífið töluvert fátæklegra.