af ævintýrum max og iggors í ameríku…

Eins og alþjóð veit munu bræðurnir Max og Iggor Cavalera koma fram á Eistnaflugi og flytja þar lög af frægustu skífu Sepultura, sem bræðurnir stofnuðu fyrir þrjátíu og þrem árum, þá rétt skriðnir yfir fermingaraldurinn.

YouTube rásin Digital Tour Bus stundar það grimmt að heimsækja tónlistarmenn á ferðalögum um Bandaríkin og um daginn var kíkt í heimsókn til bræðranna þar sem þeir voru á túr með Íslandsvinunum í Immolation og Full of Hell.

Myndbandið hér fyrir neðan er frá því innliti. Það hefur kannski ekkert í glamúrinn sem einkennir Falleg heimili en hefur þó eitt umfram, Gatecreeper peysuna sem Max er í. Það er enginn minibíósalur í Njarðvík að fara að keppa við slíkt!