viðtal: katla

Nýverið tilkynnti hljómsveitin Katla það að hún væri nú komin á mála hjá plötufyrirtæki. Það hefur ekkert verið gefið upp um hvaða plötufyrirtæki sveitin er komin hjá en þó sagði Guðmundur Óli Pálmason það, þegar ég spurði hann að því, að það væri ekkert svo langt í að það yrði gert opinbert. En hvernig kom það til að hljómsveitin ákvað að stíga stóra skrefið og skella sér á samning og hvers vegna?

Við áttum í samræðum við þrjú fyrirtæki og þetta bauð besta dílinn, ásamt því að vera fyrirtækið sem við höfðum hvað mest á ratarnum og og þekkjum vel í gegnum vinahljómsveitir. Það ásamt því að báðir aðilar eru á sömu blaðsíðu hvað varðar hugmyndafræði, konsept og texta er ekki síður mikilvægt en tónlistin sjálf. Hvers vegna? Vegna þess að það kostar ýkt mega mikinn pening að taka upp plötu ef vel á að vera og við eigum ekki þann pening í rassvasanum.

sólstafir á leið í evróputúr í júní

Fyrir nokkru síðan tóku Sólstafir upp sína fyrstu plötu án Guðmundar Óla Pálmasonar, en eins og flestir ættu nú að þekkja var hann rekinn úr hljómsveitinni í ársbyrjun tvöþúsund og fimmtán.

Fyrir viku síðan gaf hljómsveitin út sinn fyrsta síngul, “Ísafold”, af væntanlegri breiðskífu, Berdreyminn, sem kemur út tuttugasta og sjötta maí næstkomandi á vegum Season of Mist. Á meðan fólk hefur rifist um það hvort hljómsveitin sé betri eða verri án Gumma þá klýfur myndbandið áhorfsfjallið og nú er svo komið að, þegar þetta er ritað, myndbandinu hefur verið streymt fimmtíuogsexþúsund sinnum. Ekki slæmt það.

Hljómsveitin ætlar að skella sér á Evróputúr í júní og sjá frekari upplýsingar um þann túr á auglýsingunni hér fyrir neðan.

hvað er að gerast í þessari viku… black fucking cancer, forteresse, fortíð, front, katla, light of the morning star, neige et noirceur, shed the skin, violent scum

collage

Það er sunnudagur, ný vika mætt á svæðið og því best að koma sér aftur í rútínu eftir nokkra daga af fjarveru.

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir lagði ATP hátíðin upp laupana í síðustu viku. Þetta kom nú reyndar ekki neitt rosalega mikið á óvart miðað við erfiðleikana sem fyrirtækið á bakvið hátíðina hefur verið að stríða við síðustu misserin, en þetta var samt sárt að sjá vegna þess að það voru margir að koma til landsins gagngert til þess að mæta á hátíðina og fengu engin svör við fyrirspurnum þar til það var alltof seint að reyna að breyta hótelum og flugferðum í mörgum tilvikum.

En, hvað er að gerast? Hvað kemur út í þessari viku?

Black Fucking Cancer – Black Fucking Cancer. Osmose. 24 júní.
Þessi ameríska djöflarokkshljómsveit spilar víst sjúkdómafullt og kaótískt djöflarokk sem tekur engum málamiðlunum. Ekki nóg með það er þetta algjört möst fyrir aðdáendur 1349, Katharsis, Sunn O))) og Emperor. Það segir mér ekkert!

Jú, þetta segir mér kannski það að sá sem skrifaði þessa lýsingu var kannski ekkert rosalega mikið að nenna því. En, hvað um það, þetta hljómar ágætlega við fyrstu hlustun. Eins og við má búast með hljómsveit sem ber hið skemmtilega heiti Black Fucking Cancer er tónlistin frekar groddaraleg og það virkar bara helvíti fínt. Meiraðsegja mjög skemmtilegt á tímum. Alveg hægt að skella í einn circle pit við þetta!

Forteresse – Themes pour la Rébellion. Sepulchral. 24 júní.
Fimmta breiðskífan á tíu árum. Ef ég man rétt þá hafði ég mjög gaman af síðustu plötu sveitarinnar, Crépulscule d’Octobre, sem kom út fyrir fimm árum, og við fyrsta rennsli hljómar þessi bara helvíti vel líka. Ef þú fýlar melódískt og semí-fólkí djöflarokk þá ætti þessi að henta þér vel.

Fortíð – The Demo Sessions. Electric Horizon. 25 júní.
Ég er greinilega búinn að sluggsa nokkuð hérna því ég er ekki búinn að panta mér þetta ennþá. Þarf að bæta úr því. En já, þessi skífa inniheldur demó upptökur með okkar eigin Fortíð. Inniheldur einnig Enslaved ábreiðu sem ég er spenntur fyrir að heyra. Ég held að ég hafi ekki heyrt hana áður.

Front – Iron Overkill. Iron Bonehead. 24 júní.
Ef þig langaði einhvern tímann að vita hvernig það myndi hljóma ef nokkrir Finnar kæmu saman og segðust vilja stofna hljómsveit sem hljómaði bara “eiginlega alveg eins og Marduk” þá er þetta hljómsveitin fyrir þig. Okay, hún er ekki alltaf alveg eins og Marduk en nítíu og fimm prósent tímans er hún hundrað prósent eins og Marduk.

Katla – Ferðalok. Electric Horizon. 24 júní.
Þetta er hvorki dauðarokk né djöflarokk en þetta er samt helvíti gott rokk! Þarf að segja eitthvað meira? Nei, frekar bara að hlusta á þetta oftar.

Light of the Morning Star – Cemetary Glow. Irone Bonehead. 24 júní.
Hérna er eitthvað sem ég nenni að hlusta á aftur og aftur! Semí-satanískt eftirsverta! Ég veit ekkert um þessa hljómsveit og ég held að það sé best að það sé bara þannig! Mjög skemmtilegt rokk um Satan, dauða og myrkraverk. Mér líkar vel við það. Ef ég þyrfti að líkja þessu við eitthvað þá myndi ég segja að þetta hljómaði eins og mjög þunglynd útgáfa af Kontinuum.

Shed the Skin – Harrowing Faith. Hells Headbangers. 24 júní.
Ofur-satanískt amerískt dauðarokk hér á ferð. Shed the Skin inniheldur meðal annars Kyle nokkurn Severn, sem hefur trommað með dauðarokkskanónum á borð við Acheron og Incantation síðustu tuttugu árin eða svo. Ekki slæmt!
Á þessari skífu bíður hljómsveitin okkur upp á þrjátíu og níu mínútur af dauðarokki sem ég veit ekki hvort ég á að vera með eða á móti. Ég ætla að segja að ég sé meira með en á móti en á stundum er það frekar á hinn vegin.

Violent Scum – Festering in Eternal Decay. Blood Harvest. 24 júní.
Þriggja laga smáskífa hér á ferðinni af virkilega hráu dauðarokki frá Chile. Hljómsveitin gaf þessa smáskífu sjálf út á síðasta ári en næsta föstudag ætlar Blood Harvest að skella í kassettu svo allir kvltsettunjerðirnir geti glaðst með restinni af heiminum sem vill sitt dauðarokk hrátt og 1989.

Hérna eru fleiri titlar sem eru að koma út í vikunni sem þú gætir haft gaman af:

Be’lakor – Vessels. Napalm. 24 júní.

Denner / Shermann – Masters of Evil. Metal Blade. 24 júní.

Neige et Noirceur – Les Tenebres Modernes. Sepulchral. 24 júní.

Teloch Vovin – In Nomine Dei Draconis. Teloch Vovin. 20 júní.

The Browning – Isolation. Spinefarm. 24 júní.

Whitechapel – Mark of the Blade. Metal Blade. 24 júní.

til hammó með ammó eldur!

Það er ekki oft sem að ég skelli í afmæliskveðju á þessari síðu en fyrst það er fimmtudagur ætla ég að láta það eftir mér. Einar Eldur, söngvari Fortíðar, Potentiam, Curse og Kötlu, á afmæli í dag og því er um að gera að óska honum til hamingju með það. Án efa er hann önnum kafinn við að klífa norsk fjöll og ferðast um norska skóga og faðma norsk tré! Já, og hér fyrir neðan er eitt blast from the icelandic black metal past!

Screen Shot 2016-05-05 at 17.24.53

katla – dómadalur

Síðasta mánudag frumflutti íslenska rokksveitin Katla nýtt lag í útvarpsþættinum Dordingli…

katla

…Og ég vissi að það var eitthvað sem ég gleymdi að gera síðasta mánudag, en það var að kíkja á Dordingul til þess að heyra lagið með Kötlu sem var ekki komið í spilun. Það er því helvíti gott að geta skellt sér á heimasíðu RÚV til þess að bæta úr því! Smelltu hérna til þess að hlusta á lagið. “Dómadalur” byrjar þegar fjörtíu og fimm mínútur eru liðnar af þættinum.