ný tónlist: dynfari – sorgarefni segi ég þér

Það er góður dagur í dag, allavega útgáfulega séð. Slatti af fínum plötum að koma út í dag. Þar á meðal fjórða breiðskífa Dynfara sem kom út á vegum Aural Music.

Dynfari er, enn sem komið er, eina almennilega eftirsvertusveitin í þorpinu hér á Íslandi, og hún bætir sig með hverri útgáfu, en þannig á það einmitt að vera.