frumsýning: ulsect – our trivial toil

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með hollensku djöflarokkssveitinni Ulsect en nýjasta breiðskífa hennar, sem er samnefnd sveitinni, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Dauðarokksskriðdrekinn hollenski inniheldur gítarleikarann Joris Bonis og trommarann Jasper Barendregt úr Dodecahedron, Dennis Aarts, fyrrum bassaleikara Textures, og að lokum Dennis Maas á röddum og Arno Frericks á gítar.

Samkvæmt hljómsveitinni býður “Our Trivial Toil” okkur uppá algjört tilgangsleysi og leið mannsins að óumflýjanlegum endalokum.

Hljómar eins og gott dauðarokk.

frumsýning: carach angren – song for the dead

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með hollensku hryllingsrokksveitinni Carach Angren en nýjasta breiðskífa hennar, Dance and Laugh amongst the Rotten, kemur út hjá Season of Mist sextánda júní næstkomandi.

Lagið nefnist „Song for the Dead“ og er fyrsta lagið sem fer í spilun af fimmtu plötu sveitarinnar.

Eins og áður má fólk búast við skelfingarrokki sem hefur sínar rætur í djöflarokki, en í þessu lagi finnst mér heyrast meiri áhrif frá Devil Doll, til dæmis, en heyrst hefur áður.

Hvort öll skífan verður eitt stórt verk til heiðurs Mr. Doctor kemur í ljós eftir því sem fleiri lög fara í loftið, en það væri ekki slæmt ef svo yrði.

frumsýning: ulsect – fall to depravity

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með hollensku djöflarokkssveitinni Ulsect en nýjasta breiðskífa hennar, sem er samnefnd sveitinni, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Dauðarokksskriðdrekinn hollenski inniheldur gítarleikarann Joris Bonis og trommarann Jasper Barendregt úr Dodecahedron, Dennis Aarts, fyrrum bassaleikara Textures, og að lokum Dennis Maas á röddum og Arno Frericks á gítar.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að áhrif úr þeim hljómsveitum sé að finna í Ulsect ásamt því að angan af Gorguts og Deathspell Omega ætti einnig að berast úr hátölurum þegar “Fall to Depravity” er skellt á fóninn.

hefurðu tékkað á nýju urfaust plötunni?

Íslandsvinina í Urfaust ættu nú allir að þekkja. Síðasta föstudag kom nýjasta plata sveitarinnar, Empty Space Meditation, út í gegnum Ván Records og ef þú ert ekki þegar búin/n að tékka á henni hvet ég þig til þess að gera það strax. Ván Records skellti einmitt plötunni upp á Soundcloud þannig að smelltu endilega á play á spilastokkinum hér fyrir neðan.

nýtt caragh angren vídjó á andfara

Á meðan Carach Angren ferðast um Norður-Ameríku með heljarrokkurunum í Marduk, Rotting Christ og Necronomicon, tökum við hér því rólega og kíkjum á myndbandið sem Season of Mist lét okkur í té.

Myndbandið er gert við lagið ” When Crows Tick on Windows” og tekið af plötunni This is No Fairytale sem kom nýlega út í gegnum frönsku útgáfuna.

the monolith deathcult – bloodkvlts

Íslendingar þekkja The Monolith Deathcult vel. Hljómsveitin hefur heimsótt okkur oftar en einu sinni og eignast marga aðdáendur hérlendis.

Tuttugasta og þriðja mars næstkomandi kemur Bloodkvlts út, ný smáskífa hollensku verksmiðjudauðarokkaranna, og það er Andfarinn er afskaplega kátur með frumsýna hana hér.Líkt og Tetragrammaton kemur hún út á vegum Season of Mist og er hægt að versla hana hér.