ieatheartattacks – drowning is my new favorite thing (nýtt lag)

IEatHeartAttacks er þá þriðja hljómsveitin frá Fysisk Format sem við minnumst á í dag. Þetta lag kom nú reyndar ekki út í dag, heldur í enda október, en það er gott svo við látum það fylgja með hérna. Hávaðapönk af plötunni Please Just Dance Death sem kemur út á vegum Fysisk Format í byrjun febrúar.

sibiir – beat them to death (nýtt myndband)

Fyrr í dag frumsýndum við myndband með Jagged Vision, eins og þú ættir nú að hafa tekið eftir. En það sem við, ég og Andfarinn, vissum ekki var að önnur hljómsveit á Fysisk Format (leibelinu þeirra) skellti líka vídjó á Netið í dag. Sibiir heitir hljómsveitin og mun gefa út sína fyrstu skífu núna níunda desember. Hljómsveitin segist spila Post metallic blackened hardcore, sem ég býst við að þýði að hún hljómi eins og blanda af Grit Teeth, Mercy Buckets og Misþyrmingu.

hlustaðu á nýtt lag með jagged vision á andfara

Já, sæll! Sautjánda febrúar næstkomandi mun norska harðkjarnasveitin Jagged Vision gefa út sína fyrstu plötu hjá Fysisk Format og Andfarinn var það heppinn að ná í fyrsta síngulinn af plötunni!

Platan heitir Death Is This World, en áður gaf hljómsveitin út plötuna Harvest Earth fyrir tveimur árum hjá Retro Futurist. Njótið vel!