frumsýning: merrimack – the falsified son

Mynd: Alizee Adamek

Í dag, sumardaginn fyrsta, frumsýnir Andfarinn lag með frönsku djöflarokksveitinni Merrimack en nýjasta breiðskífa hennar, Omegaphilia, kemur út hjá Season of Mist níunda júní næstkomandi.

Perversifier, gítarleikari hljómsveitarinnar, stofnaði Merrimack 1994, rétt eftir að black metal sprengjan reið yfir heimsbyggðina. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út ógrynni af kassettum, vínil og geisladiskum og farið í gegnum slatta af breytingum á meðlimaskipan.

En þrátt fyrir breytingar á liðsskipan keyrir hljómsveitin ennþá sitt klassíska franska djöflarokk af fullum krafti og stefnir ekki á neinar breytingar þar.


frumsýning: necrowretch – satanic slavery

Í dag frumsýnir Andfarinn breiðskífu með frönsku dauðarokksveitinni Necrowretch en nýjasta breiðskífa hennar, Satanic Slavery, kemur út hjá Season of Mist næsta föstudag.

Að sögn hljómsveitarinnar var það ómögulegt að halda þessari plötu haminni lengur, dýrið innra með henni krafðist þess að því yrði sleppt strax. Dýr fyllt orku þess öfgarokks sem Necrowretch hafa alltaf kosið.

frumsýning: merrimack – apophatic weaponry

Mynd: Alizee Adamek

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með frönsku djöflarokksveitinni Merrimack en nýjasta breiðskífa hennar, Omegaphilia, kemur út hjá Season of Mist níunda júní næstkomandi.

Perversifier, gítarleikari hljómsveitarinnar, stofnaði Merrimack 1994, rétt eftir að black metal sprengjan reið yfir heimsbyggðina. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út ógrynni af kassettum, vínil og geisladiskum og farið í gegnum slatta af breytingum á meðlimaskipan.

En þrátt fyrir breytingar á liðsskipan keyrir hljómsveitin ennþá sitt klassíska franska djöflarokk af fullum krafti og stefnir ekki á neinar breytingar þar.

frumsýning: benighted – necrobreed

Í dag frumsýnir Andfarinn heila plötu með frönsku svartdauðarokksveitinni Benighted en nýjasta breiðskífa hennar, Necrobreed, kemur út hjá Season of Mist á morgun.

Hljómsveitin var stofnuð 1998 af meðlimum dauða- og djöflarokksveitanna Dishumanized, Darkness Fire og Osgiliath. Markmið þeirra var að nútímavæða öfgarokkið og þegar fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út um aldamótin fékk hún mjög góðar viðtökur. Fólk var reiðubúið undir þróunina sem Benighted bauð uppá og síðan þá hefur hljómsveitin aukið við sig með hverri útgáfu. Í raun svo að nú ætti hún að vera þónokkrum skrefum á undan okkur.

Ef fólk er svo þyrst í meiri fráviksdauða þá er hér myndband með japönsku dauðarokkssveitinni Defiled sem kemur fram á næsta upphitunarkvöldi Reykjavík Deathfest.

frumsýning: necrowretch – satanic slavery

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með frönsku dauðarokksveitinni Necrowretch en nýjasta breiðskífa hennar, Satanic Slavery, kemur út hjá Season of Mist fjórtánda apríl næstkomandi.

Á þeim níu árum sem sveitin hefur verið starfandi hefur hljómsveitin komið út tíu útgáfum, þar af tvær breiðskífur. Á þessu ári bætist allavega ein útgáfa við í apríl.

Vlad, söngvari og gítarleikari Necrowretch, lýsir titillagi væntanlegrar plötu sem viðbjóðslegri lofgjörð til Helvítis sjálfs. Hann bætir svo við að þetta lag muni drekkja hlustandanum í eldhafi næstu þúsund árin. Góðir tímar eru greinilega framundan!

frumsýning: benighted – versipellis

Jæja, þá eru frumsýningar fyrir útgáfur næsta árs komnar á gott ról og kominn tími á að bæta við.

Í dag kíkjum við á frönsku dauðagrændarana í Benighted, en nýjasta breiðskífa sveitarinnar, Necrobreed, kemur út á vegum Season of Mist sautjánda febrúar.

Lagið sem við kíkjum á heitir “Versipellis” og samkvæmt Julien Truchan, söngvara Benighted, er sveitin virkilega ánægð með að koma þessu lagi til okkar, sérstaklega vegna þess að þarna fær hljómsveitin loksins tækifæri til þess að kynna nýjasta meðlim sveitarinnar, Romain Goulon úr Necrophagist, til leiks.

the great old ones – the shadow over innsmouth (nýtt lag frumsýnt)

Er nokkuð annað hægt en að segja já þegar manni býðst að frumsýna glænýtt lag með The Great Old Ones, hljómsveit sem sækir sinn innblástur til hins mikla meistara Howard Phillips Lovecraft? Nei. Svarið er nei.

Tuttugasta og sjöunda janúar næstkomandi mun þriðja plata sveitarinnar, EOD – A Tale Of Dark Legacy, koma út hjá Season of Mist (heimili Auðnar, Kontinuum, Sólstafa og Zhrine).