peekaboo primate – spray tan

Tólfta maí næstkomandi kemur önnur breiðskífa finnsku rokkssveitarinnar Peekaboo Primate út í gegnum Inverse Records. Platan sú ber titilinn Misanthropical.

Af hverju ekki þá að kynnast þessari hljómsveit núna? Jú, jú, það gæti náttúrlega verið að þér finndist þetta hræðilega leiðinlegt. Svona, álíka leiðinlegt og endalausir ábreiðtónleikar í Hörpu. En, ef svo er ekki þá er það bara meiriháttar. Þá er þarna komin enn ein hljómsveitin sem þú getur eytt pening í!

grave pleasures – crying wolves

Öðru hverju koma fram hljómsveitir sem fá mann til þess að standa upp og öskra “JÁ!”, Ghost er ein þeirra og Grave Pleasures önnur.

Grave Pleasures hét áður Beastmilk og, þrátt fyrir stuttan lífstíma, átti hún ófáa slagarana. Sökum breytinga á meðlimaskipan ákváðu hinir limir sveitarinnar að taka upp nýtt nafn en halda þó ótrauðir áfram.

Sem var meiriháttar! Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg fljótlega og nýtt myndband lent á veraldarvefnum! Það er alltof heitt úti og því fínt að kæla sig niður með Kvost og félögum!

shape of despair – monotony fields

Síðustu tvo mánuði er Andfarinn búinn að frumsýna þrjú lög með finnsku þunglyndisrokkurum í Shape of Despair og nú, þegar sumarið í höfuðborginni er í fullum blóma með allri sinni yndislegu rigningu, er kominn tími á að leyfa ykkur að njóta Monotony Fields í heild sinni.

Platan kemur út næsta mánudag í gegnum frönsku útgáfuna Season of Mist og áhugasamir geta pantað gripinn í gegnum þessa vefslóð.

shape of despair – the distant dream of life (frumsýning)

Þegar þessi orð eru skrifuð er viðbjóðslega heitt úti, en án efa er einhver lífsglaður niðrí bæ með öl að fagna því að loksins er hægt að fá sér sæti á grasinu á Austurvelli án þess að blottna á rassinum.

Kannski verður veðrið hundleiðinlegt þegar þetta innslag birtist á vefnum. Kannski verður rigning og smá vindur og jafnvel að maður fái að heyra einhverjum bölva því hversu stutt sumarið stoppaði. Það væri meiriháttar!

En það skiptir máski engu máli hvort það sé gott eða slæmt veður þegar að tónlist finnsku dómsdagsmálmhausanna í Shape of Despair kemur. Sama hvernig veðrið er, án efa ná þau að kæfa hverja sólarglætu.

“The Distant Dream of Life” er þriðja lagið sem Andfarinn frumsýnir af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar. Skífan sú ber heitið Monotony Fields og kemur út fimmtánda júní á vegum Season of Mist.

shape of despair – descending inner night (frumsýning)

Sumarið er komið og Shape of Despair er mætt til þess að kæfa það allt í fæðingu. Burt með sólina, inn með rigninguna!

í tvo áratugi hefur þessi finnska hljómsveit gert sitt besta til þess að kæfa þá litlu vonarglætu sem skín inn í sálartetur aðdáenda hennar. Líkt og rigningin fylgir sumrinu í Reykjavík hefur depurðin og þunglyndið fylgt hinum þungu jarðarfararsálmum Shape of Despair allt frá því að fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út um aldamótin.

Fjórða plata sveitarinnar, Monotony Fields, kemur út um miðjan júní hjá Season of Mist, og það er vel við hæfi, með hækkandi hitastigi, að kíkja á eins og eitt lag af plötunni.

shape of despair – monotony fields (frumsýning)

Ef það er eitthvað sem okkur vantar nú þegar sumarið er á næsta leyti þá er það finnskt þunglyndisrokk Shape of Despair.

í tvo áratugi hefur þessi finnska hljómsveit gert sitt besta til þess að kæfa þá litlu vonarglætu sem skín inn í sálartetur aðdáenda hennar. Líkt og rigningin fylgir sumrinu í Reykjavík hefur depurðin og þunglyndið fylgt hinum þungu jarðarfararsálmum Shape of Despair allt frá því að fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út um aldamótin.

Fjórða plata sveitarinnar, Monotony Fields, kemur út um miðjan júní hjá Season of Mist, og það er vel við hæfi, með hækkandi hitastigi, að kíkja á eins og eitt lag af plötunni.

beastmilk dauð, grave pleasures risin.

Beastmilk er ei meir. Hvað gerðist? Svo virðist sem einhver ágreiningur hafi verið á milli meðlima og hefur Johan “Goatspeed” Snell sagt skilið við sveitina.

Grave Pleasures er nú. Kvohst á söng, Arino á bassa og Olsson á gítar. Auk þess hefur Vanhanen gengið til liðs við hljómsveitina á gítar. Svo virðist sem trommarinn sé ekki til umræðu.