windswept – the great cold steppe

Í dag frumsýnir Andfarinn heila plötu með úkraínsku sveitinni Windswept en fyrsta breiðskífa hennar, The Great Cols Steppe, kemur út hjá Season of Mist á morgun.

Það má vel vera að þú þekkir ekki nafnið, en þú ættir að þekkja nafn eins þeirra sem á bakvið hljómsveitina standa, Roman Saenko. Eftir hann liggur haugur af plötum, kassettum og smáskífum með Drudkh, Blood of Kingu og Old Silver Key, svo eitthvað sé nefnt.

Innblásturinn fyrir þetta verkefni þeirra félagi kemur frá náttúrunni, sem er nú ekki óalgengt í djöflarokkinu. Vetrarhörkurnar á sléttunum miklu í austri er það sem dreif þá félaga áfram á þeim þremur dögum sem það tók að taka þessa plötu upp. Engin tónlist var samin áður, allt var búið til á staðnum.

frumsýning: windswept – shrouded in pale shining, so sleeps infinite ancient steppe

Það er við hæfi, þegar maður kemur til baka eftir smá hlé, að halda uppá það með einhverjum hætti. Í dag rís Andfarinn upp úr rekkju sinni eftir tveggja mánaða svefn og heldur uppá það með því að frumsýna glænýtt lag með úkraínsku hljómsveitinni Windswept.

Það má vel vera að þú þekkir ekki nafnið, en þú ættir að þekkja nafn eins þeirra sem á bakvið hljómsveitina standa, Roman Saenko. Eftir hann liggur haugur af plötum, kassettum og smáskífum með Drudkh, Blood of Kingu og Old Silver Key, svo eitthvað sé nefnt.

Innblásturinn fyrir þetta verkefni þeirra félagi kemur frá náttúrunni, sem er nú ekki óalgengt í djöflarokkinu. Vetrarhörkurnar á sléttunum miklu í austri er það sem dreif þá félaga áfram á þeim þremur dögum sem það tók að taka þessa plötu upp. Engin tónlist var samin áður, allt var búið til á staðnum.

The Great Cold Steppe kemur út á vegum Season of Mist þrítugasta of fyrsta mars næstkomandi og verður fáanleg á vínil og geisladisk.

hlustaðu á ný lög með drudkh á andfara

Ég segi “ný lög” en kannski er ég að teygja hugtakið þar. Ég gæti þess vegna verið búinn frumsýna þessi lög. Tvisvar.

Fljótlega kemur út splittskífa með hinni úkraínsku Drudkh og hinni sænsku Grift á vegum Season of Mist. Í dag færi ég þér hlið Drudkh í öllu sínu veldi og vona að þú njótir vel. Ég mæli með því að þú leitir uppi lög Grift á þessu splitti, án efa er hægt að finna þau einhversstaðar á Alnetinu, til dæmis á Youtube.

drudkh- his twenty-fourth spring (frumsýning)

Sextánda september næstkomandi munu hin úkraínska Drudkh og hin sænska Grift leiða saman hesta sína á Betrayed by the Sun / Hägringar splittskífunni sem Season of Mist gefur út. 

Það er Andfaranum mikill heiður að fá að frumsýna fyrsta lag Drudkh af þessari skífu. Þegar þú hefur hlustað á það lag endilega kíktu á eitthvað með Grift, mjög góð hljómsveit!

drudkh / hades almighty – The Fog / Pyre Era, Black! (frumsýning)

hades almighty / skjámynd tekin af vefsíðu hljómsveitarinnar
hades almighty / skjámynd tekin af vefsíðu hljómsveitarinnar

Næsta föstudag kemur út splittskífa Drudkh og Hades Almighty. Skífan kemur út á vegum Season of Mist og inniheldur Pyre, Era Black smáskífuna sem Hades Almighty gáfu út rafrænt í gegnum Dark Essence á síðasta ári og tvö lög frá Drudkh sem ég held að hafi ekki komið út áður. Þannig að, njótið vel og sjáumst á Havok tónleikunum í kvöld!

drudkh – fiery serpent (nýtt lag)

Í byrjun júní kemur út hljómplata á vegum Season of Mist þar sem hin úkraínska Drudkh og hin norska Hades Almighty verma sitthvora hliðina.

Platan nefnist Wistful verður þar að finna tvö ný lög frá hinni leyndardómsfullu úkraínsku hljómsveit, og þrjú lög frá hinni norsku hljómsveit sem komu út í fyrra á rafrænu smáskífunni Pyre Era, Black. Þau þrjú lög ættu að vera næg ástæða til þess að fjárfesta í eintaki af þessu splitti, en ef þú ert ekki viss kíktu á þetta lag sem Andfarinn frumsýnir í dag.

drudkh – a furrow cut short (frumsýning)

Það gleður Andfarann mjög að fá að frumsýna tíundu plötu úkraínsku djöflarokkasveitarinnar Drudkh fyrir íslenskum þungarokksaðdáendum.

Líkt og á fyrri plötum er allt fullt af atmói og tilfinningaþrungnu djöflarokki. Án efa hafa margir rölt í gegnum Heiðmörkina með fyrri plötur Drudkh í eyrunum og telur undirritaður að þessi plata eigi eftir að vera nýtt til hins sama í náinni framtíð.

Platan kemur út tuttugasta apríl á vegum Season of Mist og hægt er að panta hana héðan.