frumsýning: merrimack – the falsified son

Mynd: Alizee Adamek

Í dag, sumardaginn fyrsta, frumsýnir Andfarinn lag með frönsku djöflarokksveitinni Merrimack en nýjasta breiðskífa hennar, Omegaphilia, kemur út hjá Season of Mist níunda júní næstkomandi.

Perversifier, gítarleikari hljómsveitarinnar, stofnaði Merrimack 1994, rétt eftir að black metal sprengjan reið yfir heimsbyggðina. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út ógrynni af kassettum, vínil og geisladiskum og farið í gegnum slatta af breytingum á meðlimaskipan.

En þrátt fyrir breytingar á liðsskipan keyrir hljómsveitin ennþá sitt klassíska franska djöflarokk af fullum krafti og stefnir ekki á neinar breytingar þar.


ný tónlist: svartsyn – seven headed snake (og næstum nýtt með ofermod)

Það er gaman að sjá eldri hljómsveitir snúa aftur með góð lög, því þá leyfir maður sér að vona að komandi breiðskífur verði eitthvað meira en skugginn af því sem áður var.

Svartsyn sleppti í dag nýju lagi í loftið, tekið af In Death, sem væntanleg er í byrjun júní. „Seven Headed Snake“ Lagi sem hljómar eins og það sé ekki samið af einstaklingi sem er í sífellu að reyna að skapa aftur það sem áður var.

Það mætti segja það sama um Sol Nox, þriðju breiðskífu Ofermod, þó þar sé svo sannarlega dansað á línunni.

frumsýning: merrimack – apophatic weaponry

Mynd: Alizee Adamek

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með frönsku djöflarokksveitinni Merrimack en nýjasta breiðskífa hennar, Omegaphilia, kemur út hjá Season of Mist níunda júní næstkomandi.

Perversifier, gítarleikari hljómsveitarinnar, stofnaði Merrimack 1994, rétt eftir að black metal sprengjan reið yfir heimsbyggðina. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út ógrynni af kassettum, vínil og geisladiskum og farið í gegnum slatta af breytingum á meðlimaskipan.

En þrátt fyrir breytingar á liðsskipan keyrir hljómsveitin ennþá sitt klassíska franska djöflarokk af fullum krafti og stefnir ekki á neinar breytingar þar.

frumsýning: ulsect – fall to depravity

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með hollensku djöflarokkssveitinni Ulsect en nýjasta breiðskífa hennar, sem er samnefnd sveitinni, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Dauðarokksskriðdrekinn hollenski inniheldur gítarleikarann Joris Bonis og trommarann Jasper Barendregt úr Dodecahedron, Dennis Aarts, fyrrum bassaleikara Textures, og að lokum Dennis Maas á röddum og Arno Frericks á gítar.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að áhrif úr þeim hljómsveitum sé að finna í Ulsect ásamt því að angan af Gorguts og Deathspell Omega ætti einnig að berast úr hátölurum þegar „Fall to Depravity“ er skellt á fóninn.

frumsýning: nightbringer – misrule

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með bandarísku djöflarokkssveitinni Nightbringer en nýjasta breiðskífa hennar, Terra Damnata, kemur út hjá Season of Mist fjórtánda apríl næstkomandi.

Bandaríska djöflarokkssveitin Nightbringer var stofnuð rétt fyrir aldamótin. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar breiðskífur (ásamt slatta af öðru efni) sem allar hafa fengið mjög góðar viðtökur.

Það má því gera ráð fyrir að heitir aðdáendur djöflarokks séu spenntir fyrir nýrri plötu frá hljómsveitinni. Auk þess sem það er helvíti fínt að fá smá ró eftir brjálæðið sem Oration var núna um helgina.

óreiða, nýtt íslenskt djöflarokk

Ég veit ekkert um þessa hljómsveit. Ég sá póst um hana í dag á spjallborði sem ég fer frekar sjaldan inná þessa dagana. Hljómar nokkuð vel. Minnir mig á hráa ameríska djöflarokkið sem var í gangi rétt eftir aldamótin; Bone Awl, Xasthur og það sem var því tengt.

baptism – buried with him (frumsýning)

Finnskur illskumetall hér á ferðinni! „Buried with Him“ er annað lagið sem Andfarinn frumsýnir af væntanlegri breiðskífu Lord Sarcofagian og félaga. Það er þó vonandi að þetta sé ekki síðasta lagið sem Andfarinn fær að færa landsmönnum því með hverju lagi verður maður spenntari.

Season of Mist mun gefa fimmtu breiðskífu Baptism út tuttugasta og annan júlí.

king – all in black

king
king

Tuttugasta og sjötta ágúst kemur fyrsta breiðskífa áströlsku djöflarokkssveitarinnar King út hjá norsku útgáfunni Indie Recordings.

Þó hljómsveitin sé ný er hún stútfull af reynsluboltum sem, meðal annars, hafa verið í hljómsveitum eins og Blood Duster, The Amenta og Pestilence. Ekki slæmur hópur þar á ferð!

Kíkið á lagið. Þetta er djöflarokk í anda Immortal, Moonsorrow, Dissection og Satyricon. Þýðir það þá ekki að það er kjörið fyrir hið snævi þakta íslenska sumar?

misþyrming – söngur heiftar

Stundum þarftu ekki fáránlega mikinn pening til þess að búa til flott myndband. Stundum þarftu ekki einu sinni að búa til myndband, því þú færð það bara sent í pósti.

Misþyrming bjó ekki til þetta myndband, heldur einhverjir aðdáendur hennar, en þetta myndband er þó mun flottara en mörg önnur sem gerð hafa verið og miklum peningum varið í.