code henda nýju plötunni á netið

Það er nú ekki langt síðan Andfarinn frumsýndi lag af væntanlegri hljómplötu ensku eftirsverturokkaranna í Code. Í tilefni dagsins ákvað hann að minna fólk aftur á það góða lag og er hægt að hlusta á það hérna beint fyrir neðan. Ef þú heyra meira af plötunni smelltu þá á þennann hlekk og þú færist í ævintýraheim sem býður þér hana alla. Mut kemur út næsta föstudag á vegum Agonia Records.

code – affliction

Allt frá því að Nouveau Gloaming kom út fyrir tíu árum síðan hafa fylgjendur þessu óhefðbundna sem oft fylgir djöflarokkinu fylgst með ensku sveitinni Code. Það má vel vera að fólk hafi fyrst kíkt á hljómsveitina vegna þess að hún innhélt meðlimi úr Dodheimsgard og Ulver, en báðar höfðu þær sveitir getið sér gott orð í norsku djöflarokkssenunni.

Nú eru þeir aðilar ekki lengur meðlimir í sveitinni. Þeir voru það heldur ekki á Augur Nox, ef Andfarann minnir rétt, sem fékk mjög góða dóma og blés þannig á þær óvissuraddir um framtíð sveitarinnar.

Í lok þessa mánaðar, 27. febrúar, kemur svo fjórða breiðskífa sveitarinnar út og ber hún titilinn Mut. Rétt eins og Augur Nox kemur hún út á Agonia Records. Óþolinmæði margra, þegar að Code kemur, er vel þekkt og er því vonandi að þetta myndband, sem Andfarinn frumsýnir núna, hjálpi einhverjum en einnig er hægt komast að nálgast eintök af plötunni hérna.

code frumsýnir nýtt lag

code3_3

Nú styttist óðum í útgáfudag „Augur Nox“, þriðju hljómplötu Code. Til þess að halda lýðnum rólegum birtir sveitin eitt lag af plötunni á vefsíðu Metal Hammer tímaritsins ásamt smá viðtali þar sem, meðal annars, er rætt smá um nýjan söngvara sveitarinnar en Kvost, sem söng bæði á „Nouveau Gloaming“ og „Resplendent Grotesque“, og gert hefur garðinn frægan með hljómsveitum eins og DHG, Hexvessel og Beastmilk hætti í sveitinni fyrir tveimur árum.

Hlekk á viðtalið er að finna hér en ef fólk treystir sér ekki lengra er fyrsta lagið sem þeir Code-liðar gerðu opinbert af nýju plötunni að finna hérna fyrir neðan. „Augur Nox“ kemur svo út á vegum Agonia útgáfunnar nítjánda nóvember.