frumsýning: carach angren – song for the dead

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með hollensku hryllingsrokksveitinni Carach Angren en nýjasta breiðskífa hennar, Dance and Laugh amongst the Rotten, kemur út hjá Season of Mist sextánda júní næstkomandi.

Lagið nefnist „Song for the Dead“ og er fyrsta lagið sem fer í spilun af fimmtu plötu sveitarinnar.

Eins og áður má fólk búast við skelfingarrokki sem hefur sínar rætur í djöflarokki, en í þessu lagi finnst mér heyrast meiri áhrif frá Devil Doll, til dæmis, en heyrst hefur áður.

Hvort öll skífan verður eitt stórt verk til heiðurs Mr. Doctor kemur í ljós eftir því sem fleiri lög fara í loftið, en það væri ekki slæmt ef svo yrði.

carach angren – this is no fairytale

Hollenska hrollrokkssveitin Carach Angren ætti að vera lesendum Andfara ágætlega kunn. Á síðustu vikum hafa tvö lög af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, This is No Fairytale, hljómað á síðum Farans og nú er kominn tími á að heildin fái að hljóma hér. Eftir mikla leit náðist í hljómborðsleikara sveitarinnar, Ardek að nafni, sem var reiðubúinn til þess að útskýra það aðeins fyrir undirrituðum hvað Carach Angren væri um og hvaðan innblásturinn kæmi. Það er því um að gera að setja tónlistina af stað, spilastokkurinn er hér fyrir neðan, og lesa svo orð Ardeks um hljómsveitina og ævintýrin.

Innblásturinn kemur víðsvegar að, hann getur komið frá kvikmyndum, bókum, leikjum en þó hellist hann helst yfir okkur þegar við setjumst niður saman og ræðum um næstu breiðskífu okkar. Þegar hugurinn fer á flug þá hellist innblásturinn yfir okkur. Þegar hugmyndin að næstu sögu er tilbúin þá kemur tónlistin auðveldlega í kjölfarið. Sagan er í raun leiðarvísir fyrir tónlistina. Við leyfum tilfinningunum að bera okkur eins og þær birtast okkur í ævintýrum okkar.

En hvers vegna völduð þið ævintýri af þessu tegund? Heillaði Satan ykkur ekkert? Draugasögur, sögur af handheimum og því óþekkta? Er það ekki bara fyrir börn?

Hahahaha, jú. Okkur líður einmitt oft eins og ofvirkum börnum þegar við erum að! Á meðan við urðum fyrir miklum áhrifum frá djöflarokkinu á okkar yngri árum þá fannst okkur að Carach Angren þyrfti að fara í aðra átt. Þannig að frá byrjun hljómsveitarinnar höfum við skapað okkar okkar eigin heim, sem er fullur af hryllingssögum með yfirskilvitleg þemu. Það athyglisverða með þemu sem þessi er það að þau höfða til allra, þar með talið hina fullorðnu. Hið óþekkta hefur löngum haft áhrif á vísindi og á sama tíma verið mikill innblástur fyrir ýmsar hryllingssagnir.

Carach Angren er hvorki pólitísk né trúarleg hljómsveit, það eina sem við viljum gera er að segja hryllingssögur í frumlegum búningi. Sögurnar veita okkur mun meira rými til sköpunnar en eitt niðurnjörvað viðfangsefni. Ein breiðskífa gæti verið um upprisu Satans frá upphafi til enda en við viljum víkka rammann og leyfa þeim að kynnast persónunum og tengjast þeim áður en færum þá beint niður til Helvítis! Við viljum andstæður og faldar vísbendingar sem þeir sem það vilja geta fundið. En, á sama tíma viljum við að fólki geti notið tónlistarinnar án þess að vera að kryfja söguna um of.

This is No Fairytale kemur út 23. Febrúar hjá Season of Mist og þú getur verslað hana með því að smella á þennan hlekk.

carach angren – two flies flew into a black sugar cobweb

Í síðasta mánuði varð Andfarinn þess heiðurs aðnjótandi að fá að frumsýna lag af væntanlegri skífu hollensku hrollvekjurokkaranna í Carach Angren. Í rúman áratug hefur hljómsveitin sniðið martraðarkennda tónlist í anda Dimmu Borgir, Emperor og Cradle of Filth utan um minni sem við þekkjum flest úr ævintýrum og furðusögum. Í dag fær Farinn aftur að bjóða fólki upp á fagra hollenska tóna og í þetta sinn fylgir textamyndband með. Ekki slæmt.

Tuttugasta og þriðja febrúar næstkomandi kemur út fjórða breiðskífa sveitarinnar sem ber hinn ógnvænlega titil This is No Fairytale. Líkt og með svo mörg lög sem Andfarinn frumsýnir þá kemur þessi skífa út hjá Season of Mist og hægt er að panta hana nú þegar með því að smella á þennan hlekk. Svo, taktu þér nokkrar mínútur í gæsahúð og njóttu “Two Flies Flew into a Black Sugar Cobweb”.

Frumsýning: Carach Angren – Killed and Served by the Devil

Í rúman áratug hefur hollenska sveitin Carach Angren fært okkur melódískt hrollrokk í anda Dimmu Borgir, Emperor, Cradle of Filth og Limbonic Art. Ólíkt forverum þeirra hafa Hollendingarnir lagt meiri áherslu á þátt ævintýra í textum þeirra sem sumir hverjir eru byggðir upp líkari gömlum sögum en bænum til illra afla. Það mætti jafnvel ætla að þeir félagar Namtar, Seregor og Ardek læsu meira af verkum J.R.R. Tolkien og Bill Willingham og létu Crowley og Nemidial að mestu vera.

Tuttugasta og þriðja febrúar næstkomandi kemur út fjórða breiðskífa sveitarinnar sem ber hinn ógnvænlega titil This is No Fairytale. Líkt og með svo mörg lög sem Andfarinn frumsýnir þá kemur þessi skífa út hjá Season of Mist og hægt er að panta hana nú þegar með því að smella á þennan hlekk. Svo, taktu þér nokkrar mínútur í gæsahúð og hlustaðu á “Killed and Served by the Devil”.

Uppfært 25. janúar: Lagið hefur verið tekið niður en hér er annað lag af væntanlegri plötu sveitarinnar.