frumsýning: earth electric – meditate. mediate

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með portúgölsku rokksveitinni Earth Electric en nýjasta breiðskífa hennar, Vol.1: Solar, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Ég gæti eflaust notað einhver falleg lýsingarorð til þess að tjá mig um tónlist hljómsveitarinnar en af hverju ætti ég að gera slíkt þegar að Rune Eriksen, gítarleikari Earth Electric, jarðar allar mögulegar lýsingar sem þessi ofurhressi miðaldra metalbloggari gæti komið með?

We have chosen the aptly titled ‘Meditate. Mediate’ as our first single, because this song reflects the content and theme of our album well. We also feel that its vibe serves as a wake-up call for this rather bleak and egocentric world. We simply need more colours! Through our debut ‘Vol.1: Solar’ we convey pure emotions with a musical emphasis on ‘the classic era’ of hard rock. In our opinion, the result is adventurous and fun; at times a tad psychedelic and untamed yet on the other hand classic and refined. This is no make-up, just pure rock in all its pride and glory. We are Earth Electric!

Það er ekki hægt að toppa þetta og algjör óþarfi.

one and all, together, for home heilstreymi á andfara

winterfylleth
texti: eyvindur gauti

Nú eru innan við tíu dagar í útgáfu Underground Activists (Season of Mist) á hinni massífu safnskífu One and All, Together, for Home. Til þess að létta ykkur biðina hefur Andfari ákveðið að bjóða ykkur upp á forhlustun næstu vikuna þar sem þið getið hlustað á gripinn í allri sinni dýrð.

Meðal hljómsveita sem á skífunni er að finna má nefna Primordial, Kampfar, Drudkh og Winterfylleth en allar eiga þessar hljómsveitir langan og farsælan feril að baki, en hugmyndina að þessu öllu saman má rekja til Roman Sayenko, stofnanda Drudkh.

Aðspurður segir söngvari og gítarleikari Winterfylleth, Chris Naughton, að hugmyndin á bakvið safnskífuna hafi verið sú að þarna kæmu saman listamenn hvaðanæva úr Evrópu með það að meginmarkmiði að enduruppgötva sögu og hefðir sinna heimkynna í gegnum þjóðlagatónlist.
Evrópa hefur einstaklega sterka þjóðlagahefð, segir Chris, og hljómsveitirnar sem taka þátt í þessari útgáfu koma frá mjög mismunandi löndum um alla álfuna. Hvert þeirra með einstakan tónlistarstíl og hefðir sem má vinna úr. Þjóðlagatónlist hefur lifað af hamfarir heimsögunnar vegna þess að fólk kemur saman og segir hvert öðru sögurnar, sagnir og þjóðfræði gamla tímans og endurskapar lögin þannig að það, fólkir tengir við þau á þeirra tíma.

One and All, Together for Home kemur út 23. maí og er hægt að panta hana beint frá Season of Mist. Heiðurinn af kápu skífunnar á Adrien Bousson en verk hans hefur meðal annars mátt finna á skífum með Saint Vitus, Tsjuder og Rotting Christ.

Heimasíða Season of Mist
Heimasíða Adrien Bousson

Hljómplatan verður í loftinu fram til miðvikudagsins 21. maí.