skurk skellir ræmu lausri

Eftir örstutta stund, klukkan 20:00, skella Skurkarar lausri heimildarmynd um gerð plötunnar Blóðbragð. Hana má finna hér fyrir neðan.

Fyrst ég hafði Skurkara á línunni spurði ég Hörð Halldórsson, gítarleikara sveitarinnar, að því af hverju þeir hefðu valið að gefa út geisladisk í stað vínils. Eru ekki allir svo æstir í vínil?

H: Tjahh. Gamaldags kannski. Í rauninni erum við miklu meira að gefa út digital. Við gerum okkur vel grein fyrir því að geisladiskamarkaðurinn er í lægð, ég á ekki einu sinni geisladiskaspilara eða DVD heima. Við erum að gefa út 3 útgáfur af digital, Blóðbragð, Blóðbragð/Final Gift og svo VIP pakka sem er nokkuð grand með allar útgáfur, VHS upptökurnog gamlar upptökur síðan 1993.
En, geisladiskurinn er líka nafnspjaldið okkar.
Við erum að vinna í vínil málum as we speak með Vinyl.is en það þarf að vera vel gert og diskurinn er mjög langur, og því þarf að skoða gatefold kostnaðinn og svoleiðis. Vonandi ef allt gengur upp og heimurinn tekur okkur vel þá höfum við möguleika á að rispa vínil.

skaðvaldur

Einhverjir þekkja nú eflaust Skaðvald en list hans hefur prýtt þó nokkrar íslenskar öfgarokksútgáfur. Hann skapaði einmitt merki Andfara og er Farinn honum mjög þakklátur fyrir. Því þótti honum það nauðsynlegt að taka smá spjall við Skaðvald til þess að komast að því hvað hann væri að gera af sér þessa dagana.

Hvers vegna þú byrjaðir að þessu?

Það sem kveikti áhuga minn á þeim listum sem ég geri nú, var árið 2010 þegar ég átti mér leið í hljómplötuverslun og keypti mér Show No Mercy með Slayer á geisladisk. Þar hugsaði ég með mér að ég gæti nú auðveldlega gert eitthvað þessu líkt og á coverinu! Uppgötvanir mínar á Chris Moyen, Christophe Szpajdel, Dan Seagrave, Paolo Girardi og Mark Riddick mótuðu svo stíl minn á mjög mikinn hátt, þrátt fyrir það að hann er ekki svo frumlegur. En það skiptir nú ekki miklu máli! Það var ekki fyrr en rúmu ári síðan þegar ég loks gerði eitthvað fyrir hljómsveit, það var teikning fyrir stuðbandið Blood Feud. Sú teikning var ekki sett á netið því ég gekk það vel frá henni (þýðir ekki endilega að hún sé týnd!). 2012 – 2013 var hin eiginlega byrjun “listaferils” míns þegar ég gerði logo fyrir dauðarokk hljómsveitina Narthraal og málaði cover fyrir “Blood Citadel” EP útgáfu þeirra.

Með hverjum þú hefur unnið?

Þeir sem ég hef unnið með hingað til eru þ.á m. Under the Church, Naðra, Narthraal, Grit Teeth, Skuggsjá, Sinmara, Misþyrming, Hellripper, Andkristnihátíð, Rats of Reality, Obscure Lupine Quietus, Hideous, K.Fenrir, Beelzebub og nú auðvitað Andfari. Það er fleira efni í vinnslu fyrir aðra aðila sem verða ekki nefndir fyrr en ég hef klárað sem mér var áætlað, fyrir utan ítölsku old school dauðarokk hljómsveitina Horrid. Það hefur verið ákveðið og yfirlýst af þeim að ég komi til með að mála cover fyrir plötu sem Horrid er að vinna í.

skadvaldurart

hvaða verkfæri er þér mikilvægast?

Verkfærin sem ég notast við listir mínar eru ekki af flóknum toga. Mest af öllu nota ég Sakura og Artline penna, yfirleitt stærðirnar 0.05, 0.2 og svo hnausþykka tússpenna frá þeim framleiðendum. Þegar kemur að því að ég mála myndir, þá nota ég Winsor-Newton akrýl málningu. Ég hef enn ekki þorað að fara út í olíu málningu, en það hlýtur að koma einn góðan veðurdag. Síðan nota ég forritin Photoshop CS6 og Adobe Illustrator mér til stuðnings, þó ég kunni takmarkað á þau.

hvað er næst á dagskrá?

Ég get ekki sagt mikið til hvað er framundan hjá mér annað en að halda áfram að teikna og mála ýmislegt fyrir hljómsveitir eða sjálfan mig og annað í framtíðinni. Ég lýt á þetta mikið meira sem áhugamál frekar en nokkurntíman sérhæfingu þar sem ég sinni þessu í mínum frítíma frá vinnu og öðrum skildum. Annars er þetta eitthvað sem gerir mig ósköp hamingjusaman, þ.e. að sjá afrek mín nýtast einhverjum öðrum og vera þó það sé ekki nema smá hluti af tónlistarsenunni hér á klakanum. Svona til hliðar vill ég líka benda á það að ég fikta ögn við tónlist sjálfur, þá sem ég einkum á gítarinn ostalegt 80’s þungarokk, ískaldan svartmálm eða sóðalegt dauðarokk.

Ég held ég hafi ekki fleira að segja að þessu sinni annað en að ég þakka fyrir stuðning allra þeirra dusilmanna og durta sem hafa sýnt áhuga á listinni minni fram að þessu! Rot and roll móðurserðir!

nýjar útgáfur frá moldun og naught

naughtun

Það virðist vera nóg að gerast í þungarokkinu hér heima þessa dagana. Sólstafir, Beneath, Svartidauði, Naðra, Sinmara, Misþyrming, Mannveira, Angist, Dimma, Icarus. Listinn yfir hljómsveitir með nýjar eða væntanlegar útgáfur í farteskinu stækkar í sífellu. Áður fyrr var kvartað yfir því að of lítið væri um að vera en nú þarf fólk að hafa allar klær úti til þess að missa ekki af einhverju.

Í dag skullu tvær skífur á netið. Annars vegar Tómhyggjublús Naught og hins vegar Moldun Moldunnar. Annars vegar þunglyndisaukandi dómsdagsmálmur frá Akureyri og hins vegar aggresíft þungarokk úr Reykjavík.

Báðar hafa sveitirnar nýtt sér kraft Bandcamp sér í hag og hægt er að nálgast gripina í heild sinni á síðum hljómsveitanna þar. Óþolinmóðir geta fengið smá forsmekk hér að neðan.

Heimasíða Moldunnar
Heimasíða Naught


aska

aska

Við höfum kynnst Kristófer Páli Viðarssyni aðallega í gegnum svartrokkið hingað til. Hann var forsprakki Pestuus og Vansköpunar en eftir báðar hljómsveitir liggja segulsbandsútgáfur hjá erlendum útgáfufyrirtækjum. Nýlega hefur hann látið heyra í sér í drungapoppssveitinni ösku og fyrr í þessari viku setti sveitin nýtt lag á netið. Ákvað ég því að hafa samband við hann og komast að því hvað væri í gangi, af hverju hann væri að þessu, hverjir áhrifavaldarnir væru og hvað náin framtíð bæri í skauti sér. Við gefum Kristófer orðið…

Ég hef í einhvern tíma fengist við kveðskap. Ég hef skrifað nokkur ljóð sem virka sem textar og texta sem virka sem ljóð og langaði að klæða kveðskapinn tónlist. Þannig varð aska til. aska er eins manns minimal verkefni í anda ný- og kuldabylgjupopps níunda áratugarins.

Ég byrjaði verkefnið snemma 2013 til þess að semja eitthvað í tómlætinu þar sem mig vantar trommara fyrir Vansköpun og hafði fengið mikinn innblástur frá verkefnum á borð við Lust For Youth, Nagamatzu, The KVB, gamla Depeche Mode og öðrum sambærilega tónlistarmönnum. Tónlistin er hingað til eingöngu framkvæmd á hljóðgervla og trommuheila. Áhrifavaldar eru ýmsir þættir í umhverfinu í kringum mig, vanlíðan og útrás fyrir neikvæðni. Ég hef fylgst mikið með útgáfufyrirtækjum á borð við t.d. Dark Entries, Minimal Wave, La Forme Lente, Electric Voice og Cititrax og fleirum sem sérhæfa sig í að lífga við gamalt kuldabylgjupopp og nýmóðins tónlistarmönnum sem tileinka sér einnig gamla hljóðgervilstónlist.

Ég kláraði plötuna ‘grátónar’ í fyrra og tók hana upp sjálfur í skammdeginu. Platan er að skríða úr hljóðblöndunarferli hjá Hreggviði Harðarsyni og ætti að vera tilbúin í næsta mánuði, en ég hef ekki ákveðið hvernig ég gef hana út. Ég fékk Jón Matthíasson til að hjálpa mér að flytja tónlistina á sviði og nýlega bættist Agnes Ársælsdóttir í hópinn til að syngja, við stefnum á að spila fyrir sunnan á næstu mánuðum.