ný tónlist: svartsyn – seven headed snake (og næstum nýtt með ofermod)

Það er gaman að sjá eldri hljómsveitir snúa aftur með góð lög, því þá leyfir maður sér að vona að komandi breiðskífur verði eitthvað meira en skugginn af því sem áður var.

Svartsyn sleppti í dag nýju lagi í loftið, tekið af In Death, sem væntanleg er í byrjun júní. „Seven Headed Snake“ Lagi sem hljómar eins og það sé ekki samið af einstaklingi sem er í sífellu að reyna að skapa aftur það sem áður var.

Það mætti segja það sama um Sol Nox, þriðju breiðskífu Ofermod, þó þar sé svo sannarlega dansað á línunni.

ragnarok – infernal majesty

ragnarok

Tuttugasta og fimmta mars kemur áttunda breiðskífa norsku djöflarokkssveitarinnar Ragnarök út í gegnum Agonia Records. Skífan mun bera nafnið Psychopathology og var hún tekin upp í Endarker hljóðverinu þar sem Devo, bassaleikari Marduk, sá um að allt gengi upp á bakvið borðið.

Í dag fáum við að heyra lag af skífunni og það er ekki eftir neinu að bíða. Ekkert kjaftæði, bara tónlist!

hypothermia – svartkonst (frumsýning)

Svartkonst er fimmta breiðskífa sænsku þunglyndisdjöflarokksveitarinnar Hypothermia. Það hefur lítið farið fyrir hljómsveitinni en meðlimir sveitarinnar voru frekar uppteknir á síðustu árum, meðal annars í hinni alræmdu Lifelover.

En, nú er hljómsveitin komin á skrið og tónleikar víðsvegar um heiminn á næsta leyti. Það er því um að gera að nýta góða veðrið til þess að hanga inni og hlusta á niðurdrepandi heimsendarokk!

Svartkonst kemur út næsta föstudag á vegum Agonia Records og hægt er að forpanta hana hér.

king parrot – home is where the gutter is (frumsýning)

Það styttist óðum í aðra breiðskífu áströlsku ofsarokkaranna í King Parrot. Síðan Bite Your Head Off kom út 2012 hefur hljómsveitin gengið fram af fólki með öfgafullri tónlistinni og grófum húmornum.

Platan, sem ber heitið Dead Set, kemur út á vegum Agonia Records í Evrópu en Housecore Records sjá um útgáfu plötunnar í Ameríku. Kíkið nú á myndband sveitarinnar við „Home is Where the Gutter Is“ og ekki gleyma að klára allt myndbandið því endirinn er svo sannarlega algjört gull.

forgotten tomb – bad dreams come true (frumsýning)

Einhverra hluta vegna finnst mér það vel við hæfi að frumsýna nýjasta síngul ítölsku þunglyndisrokksveitarinnar Forgotten Tomb á sama tíma og Eistnaflugsdúóið lætur ljós sitt skýna í Popppunkti á Rás 2.

Hurt Yourself and the Ones You Love heitir væntanleg breiðskífa sveitarinnar og mun hún líta dagsins ljós 17. apríl næstkomandi. Líkt og tvær síðustu breiðskífur sveitarinnar kemur þessi út hjá pólsku útgáfunni Agonia Records.

forgotten tomb – hurt yourself and the ones you love

Hvaða hljómsveit er það sem situr á hásæti sjálfsvorkunnar-metalsins? Kannski er það Forgotten Tomb, sem hefur sungið nú um slæm áhrif unglingaveikinnar í rúm fimmtán ár. Ný plata sveitarinnar, sem ber titilinn Hurt Yourself and the Ones You Love kemur út um miðjan apríl á vegum Agonia Records og hefur nú titillagi plötunar verið skellt á netið. Það er því ekkert annað í stöðunni en að ná í smjörhnífinn og ýta á play.

code henda nýju plötunni á netið

Það er nú ekki langt síðan Andfarinn frumsýndi lag af væntanlegri hljómplötu ensku eftirsverturokkaranna í Code. Í tilefni dagsins ákvað hann að minna fólk aftur á það góða lag og er hægt að hlusta á það hérna beint fyrir neðan. Ef þú heyra meira af plötunni smelltu þá á þennann hlekk og þú færist í ævintýraheim sem býður þér hana alla. Mut kemur út næsta föstudag á vegum Agonia Records.