chaostar – sorrow descending

Hvern langar í rólega tónlist til þess að slaka á við? Hvað með þetta myndband með grísku hljómsveitinni Chaostar sem tekið var upp í Aþenu á síðasta ári þegar hljómsveitin kom fram í Fuzz klúbbnum.

Hljómsveitin var upphaflega starfrækt frá 1998 – 2004 sem hliðarverkefni Christos Antoniou úr Septicflesh og Natalie Rassoulis en með þeim í för voru einnig aðrir meðlimir Septicflesh. Sveitin hætti 2004 en fjórum árum seinna endurvakti Christos Chaostar og nú inniheldur sveitin meðal annars meðlimi Necromantia og Sorrowful Angels.

Lagið heitir “Sorrow Descending” og er tekið af plötunni Anomima sem Season of Mist gaf út fyrir tveimur árum.

sögufræg smáskífa mare endurútgefin

mare

Smáskífa norsku svartrokkssveitarinnar Mare, Spheres Like Death, sem upprunalega kom út í lok árs 2010, hefur nú verið endurútgefin af norsku útgáfunni Terratur Possessions á vínil. Þessu útgáfa er auk þess með Throne of the Thirteenth Witch en sú smáskífa, sem kom út 2007, seldist upp fljótlega eftir útgáfu og var afskaplega erfitt að nálgast hana þar til fyrr á þessu ári þegar hún var endurútgefin á geisladisk af sama fyrirtæki. Hljóðdæmi má nálgast hér.

Annað hljóð, önnur uppsetning, þar er býst ég við ekki hægt að ætlast til þess að allt sé eins og áður var. Í stað þess er um að gera að láta eftir vínilblæti sínu þarna og ef til vill ögn meira því svo virðist sem Terratur hafi einnig endurútgefið fjórða demo norsku hljómsveitarinnar Knokkelklang á vínil, en kassettan kom út fyrr á þessu ári. Hljóðdæmi má nálgast hér.

styttist óðum í nýja hamferð

mynd: jan egil kristiansen - tekin af fésbókarsíðu hljómsveitarinnar
mynd: jan egil kristiansen – tekin af fésbókarsíðu hljómsveitarinnar

Óðum styttist nú í að Evst, fyrsta plötu færeysku sveitarinnar Hamferð, rati út fyrir eyjarnar. Smáskífan Vilst er síðsta fet kom út fyrir þremur árum og fólk því orðið óþolinmótt eftir nýju efni. 15 október kemur platan út á heimsvísu en til þess að kæla fólk niður skellti Plátufélagið Tutl Deyðir varðar á netið í gær, áður hafði hún sett titillagið á netið og má það nálgast hér.

þrjúbíó með kimi kärki

kimi karki - photo small

Í dag tilkynnti finnska útgáfan Svart Records að fimmta desember kæmi út fyrsta útgáfa Kimi Kärki þar sem hann er að mestu einn á báti. Áður hefur hann gefið út efni í slagtogi með öðrum í hljómsveitum eins og Reverend Bizarre og Lord Vicar. Á „The Bone of My Bones“ er ekki þá dómsdagstóna að finna sem Reverend Bizarre voru til dæmis þekktir fyrir heldur er um að ræða þjóðlagaskotna tónlist í anda Johnny Cash, Leonard Cohen og Neil Young.
Þrátt fyrir að vera að mestu einn síns liðs fær Kärki nokkra gesti til sín, þar á meðal Mat McNerney sem er þekktur fyrir verk sín í Hexvessel og fleiri góðum hljómsveitum.

Í tilefni þessa merka áfanga hefur Svart opinberað eitt lag af plötunni og er hægt að hlýða á það hér fyrir neðan.

rising streyma abominor

rising

Nei, hér er ekki um að ræða hina íslensku svartmálmssveit Abominor, sem afskaplega lítið hefur heyrst af síðustu misseri? Eigum við að gera ráð fyrir því að sú sveit sé undir græna torfuna komin? Nei, hér er um að ræða dönsku sveitina Rising sem í dag gaf út plötuna „Abominor“ undir merkjum plötufyrirtækisins Indisciplinarian í dag, en meðlimir sveitarinnar standa sjálfir á bakvið þá útgáfu. Plata sú er sögð innihalda hátt í fjörtíu mínútur af eðal rokki í anda hljómsveita á borð við Torche og Mastodon. Í tilefni þess ákváðu kapparnir að leyfa henni að rúlla í heilu lagi á vefsíðu The Obelisk en hægt er að kíkja á plötunni með því að ýta á þennan hlekk hér.

Fyrir áhugamenn um vínil má nefna það að „Abominor“ er fáanleg á hágæða hundrað og áttatíu gramma vínil en þó í takmörkuðu upplagi. Einungis þrjú hundruð eintök voru prentuð svo það er um að gera fyrir fólk að flýta sér ef það vill ekki missa af þessum gæðagrip.

code frumsýnir nýtt lag

code3_3

Nú styttist óðum í útgáfudag „Augur Nox“, þriðju hljómplötu Code. Til þess að halda lýðnum rólegum birtir sveitin eitt lag af plötunni á vefsíðu Metal Hammer tímaritsins ásamt smá viðtali þar sem, meðal annars, er rætt smá um nýjan söngvara sveitarinnar en Kvost, sem söng bæði á „Nouveau Gloaming“ og „Resplendent Grotesque“, og gert hefur garðinn frægan með hljómsveitum eins og DHG, Hexvessel og Beastmilk hætti í sveitinni fyrir tveimur árum.

Hlekk á viðtalið er að finna hér en ef fólk treystir sér ekki lengra er fyrsta lagið sem þeir Code-liðar gerðu opinbert af nýju plötunni að finna hérna fyrir neðan. „Augur Nox“ kemur svo út á vegum Agonia útgáfunnar nítjánda nóvember.