viðtal: katla

Nýverið tilkynnti hljómsveitin Katla það að hún væri nú komin á mála hjá plötufyrirtæki. Það hefur ekkert verið gefið upp um hvaða plötufyrirtæki sveitin er komin hjá en þó sagði Guðmundur Óli Pálmason það, þegar ég spurði hann að því, að það væri ekkert svo langt í að það yrði gert opinbert. En hvernig kom það til að hljómsveitin ákvað að stíga stóra skrefið og skella sér á samning og hvers vegna?

Við áttum í samræðum við þrjú fyrirtæki og þetta bauð besta dílinn, ásamt því að vera fyrirtækið sem við höfðum hvað mest á ratarnum og og þekkjum vel í gegnum vinahljómsveitir. Það ásamt því að báðir aðilar eru á sömu blaðsíðu hvað varðar hugmyndafræði, konsept og texta er ekki síður mikilvægt en tónlistin sjálf. Hvers vegna? Vegna þess að það kostar ýkt mega mikinn pening að taka upp plötu ef vel á að vera og við eigum ekki þann pening í rassvasanum.

frumsýning: impure wilhelmina – great falls beyond death

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með svissnesku altrokksveitinni Impure Wilhelmina en sjötta breiðskífa hennar, Radiation, kemur út hjá Season of Mist sjöunda júlí næstkomandi.

Við erum að tala um tilfinningadrifið rokk hérna hjá Impure Wilhelmina. Þetta er tónlist fyrir fólk sem er í tengslum við sitt innra sjálf. Aðdáendur Katatonia, Paradise Lost og jafnvel Tiamat ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Radiation.

skurk skellir ræmu lausri

Eftir örstutta stund, klukkan 20:00, skella Skurkarar lausri heimildarmynd um gerð plötunnar Blóðbragð. Hana má finna hér fyrir neðan.

Fyrst ég hafði Skurkara á línunni spurði ég Hörð Halldórsson, gítarleikara sveitarinnar, að því af hverju þeir hefðu valið að gefa út geisladisk í stað vínils. Eru ekki allir svo æstir í vínil?

H: Tjahh. Gamaldags kannski. Í rauninni erum við miklu meira að gefa út digital. Við gerum okkur vel grein fyrir því að geisladiskamarkaðurinn er í lægð, ég á ekki einu sinni geisladiskaspilara eða DVD heima. Við erum að gefa út 3 útgáfur af digital, Blóðbragð, Blóðbragð/Final Gift og svo VIP pakka sem er nokkuð grand með allar útgáfur, VHS upptökurnog gamlar upptökur síðan 1993.
En, geisladiskurinn er líka nafnspjaldið okkar.
Við erum að vinna í vínil málum as we speak með Vinyl.is en það þarf að vera vel gert og diskurinn er mjög langur, og því þarf að skoða gatefold kostnaðinn og svoleiðis. Vonandi ef allt gengur upp og heimurinn tekur okkur vel þá höfum við möguleika á að rispa vínil.

windswept – the great cold steppe

Í dag frumsýnir Andfarinn heila plötu með úkraínsku sveitinni Windswept en fyrsta breiðskífa hennar, The Great Cols Steppe, kemur út hjá Season of Mist á morgun.

Það má vel vera að þú þekkir ekki nafnið, en þú ættir að þekkja nafn eins þeirra sem á bakvið hljómsveitina standa, Roman Saenko. Eftir hann liggur haugur af plötum, kassettum og smáskífum með Drudkh, Blood of Kingu og Old Silver Key, svo eitthvað sé nefnt.

Innblásturinn fyrir þetta verkefni þeirra félagi kemur frá náttúrunni, sem er nú ekki óalgengt í djöflarokkinu. Vetrarhörkurnar á sléttunum miklu í austri er það sem dreif þá félaga áfram á þeim þremur dögum sem það tók að taka þessa plötu upp. Engin tónlist var samin áður, allt var búið til á staðnum.

frumsýning: thyrant – e.o.s.

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með spænsku djöflakjarnasveitinni Thyrant en fyrsta breiðskífa hennar, What We Left Behind…, kemur út hjá Indie Recordings tólfta maí næstkomandi.

Aðspurð segjast hljómsveitarmeðlimir afskaplega ánægðir með að vera komnir á mála hjá norska þungarokksrisanum. Það fór mikið af blóð, svita og tárum í þessa plötu og ættu hlustendur að verða vel varir við það.

ný tónlist: stargazer – a merging to the boundless: void of voyce

Síðan 1995 hefur StarGazer dælt út óreiðukenndu martraðarokki og A Meging to the Boundless: Void of Voyce, þriðja breiðskífa sveitarinnar, kom út fyrir þremur árum hjá Nuclear War Now! Productions.

Fyrsta júní næstkomandi er von á nýrri útgáfu plötunnar, í breyttri mynd þó, þar sem um instrúmental útgáfu er að ræða. Hægt er að hlusta á gripinn hér fyrir neðan og enn lengra fyrir neðan er svo hægt að hlusta á upprunalega útgáfu „Black Gammon“, fyrsta lagsins á plötunni.

myndband: kvelertak – bronsegud

Þetta er ekki ný tónlist en þetta er nýtt myndband frá Íslandsvinunum í Kvelertak sem spiluðu á Eistnaflugi fyrir tveimur árum. Þetta myndband sýnir þjáningu þá og lífsleiða þann sem listamenn upplifa á ferð sinni um heiminn.

frumsýning: ulsect – our trivial toil

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með hollensku djöflarokkssveitinni Ulsect en nýjasta breiðskífa hennar, sem er samnefnd sveitinni, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Dauðarokksskriðdrekinn hollenski inniheldur gítarleikarann Joris Bonis og trommarann Jasper Barendregt úr Dodecahedron, Dennis Aarts, fyrrum bassaleikara Textures, og að lokum Dennis Maas á röddum og Arno Frericks á gítar.

Samkvæmt hljómsveitinni býður „Our Trivial Toil“ okkur uppá algjört tilgangsleysi og leið mannsins að óumflýjanlegum endalokum.

Hljómar eins og gott dauðarokk.