nýtt efni með sólstöfum ratar á netið

solstafir

Svo virðist sem Svartidauði hafi ekki gefið út neina skífu um daginn, að allt væri bara fast í tollinum eða listaverk ókláruð. Hún er allavega á leiðinni, tímasetning óákveðin. En… Við vitum að Ótta, nýjasta afurð Sólstafa, kemur út á þessu ári. Það hlýtur að vera eitthvað! Ég man að vísu ekkert hvenær hún á að koma út en hún á að koma út á þessu ári.

Svo virðist vera sem einhver hafi verið með myndavél á Karmøygeddon tónleikahátíðinni sem fram fer í Noregi núna um helgina en þar komu Sólstafir fram og deildu sviði með hljómsveitum á borð við Kreator og Moonspell. Þar sem þessi upptaka hefur verið að fljóta um netheimana á erlendum fjölmiðlum birtist hún einnig hér, því ekki má maður neita landanum um rokk.

Heimasíða Sólstafa
Heimasíða Season of Mist

svartidauði smáskífa okkur í dag

mynd: xiii - concert photography, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar
mynd: xiii – concert photography, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar

Eins og minnst var á í fréttinni um Beneath í gær virðist vera sem nóg sé að gerast í íslensku ofsarokki. Angist eru með plötu í smíðum, Naðra var að gefa út kassettu og Mannveira og Misþyrming eru með nýtt efni á netinu. Það er nóg að gerast.

Í dag kemur út nýjasta afurð Svartadauða, sem margir vilja meina að sé okkar skærasta von í djöflarokkinu. Sjálfir halda þeir engu slíku fram en benda á að það er sama hvaða stefnu þeir eru kenndir við, þeir valta yfir allt. Skífan sú, sem nefnist The Synthesis of Whore and Beast, kemur út á vegum norsku útgáfunnar Terratur Possessions og rússnesk/amerísku útgáfunnar Daemon Worship á geisladisk og vínil. Óþolinmóðir geta smakkað á því sem er í boði með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan en öllum væri auðvitað hollast að eyða sem mestum pening í íslenska tónlist til að hvetja tónlistarmenn til þess að halda hjólum hagkerfis listarinnar gangandi.

Heimasíða Svartadauða
Heimasíða Daemon Worship
Heimasíða Terratur Possesions

beneath the barren throne í dag

beneath

Það er mikið að gerast í íslenska ofsarokkinu þessa dagana. Nýjasta skífa hátæknidauðarokkaranna í Beneath kemur út í dag á vegum Unique Leader Records og hefur skífan verið að fá mjög góða dóma hjá ýmsum netmiðlum.

Þar sem að Beneath eru núna á fleygiferð um meginland Evrópu ásamt Abnormality, Dehumanized og Malignancy er ólíklegt að The Barren Throne komi í verslanir hér á landi fyrr en eftir helgi, þegar drengirnir snúa til baka. Fólk þarf þó engar áhyggjur að hafa því enska þungarokksritið Metal Hammer hefur skellt plötunni á síðu sína og öll bið því óþörf ef þú bara smellir á músarhnappinn hérna. Nákvæmlega hérna.

Heimasíða Beneath
Heimasíða Unique Leader

óttu slegnir sólstafir

mynd: guðmundur óli pálmason
mynd: guðmundur óli pálmason

Stundum fylgist Andfari afskaplega illa með en hann taldi líklegt í gær að honum hefði ekki misheyrst þegar eilífðar töffararnir í Sólstöfum tilkynntu titil væntanlegrar plötu sinnar á rokkhátíð alþýðunnar í gær. Ísfirðingar og þeir sem lagt höfðu leið sína í gegnum hættur Steingrímsfjarðarheiðar fengu því páskaglaðning sinn örlítið fyrr en aðrir.

ÓTTA

Já, Platan mun heita Ótta og koma út á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist eins og Svartir Sandar sem kom út fyrir rúmum tveimur árum.

Heimasíða Sólstafa
Heimasíða Season of Mist

uppáhalds svartrokkið hans andra í auðn

Fólk er stundum ósammála, einhverjum finnst Deathcrush, fyrsta smáskífa norsku svartrokkssveitarinnar Mayhem, vera kvltist krapp og öðrum finnst Ordo Ad Chao, nýjasta skífa Mayhem, vera óverpródúserað rusl. Mér finnst lagið Call of the Ancient Pantheon með hollensku svartrokkssveitinni Countess hið fínasta lag en Andri Björn Birgisson, gítarleikarinn í íslensku svartrokksveitinni Auðn, kallaði það illa pródúseraðan power metal. Ég sendi honum því línu og spurði hann hverjar væru hans uppáhalds svartrokksplötur og hvað væri að gerast hjá Auðn í augnablikinu.

Hafir þú ekki heyrt í Auðn þá getur þú kíkt á lag með þeim hérna fyrir neðan og svo er myndbandið með Countess fyrir neðan það. Dæmi nú hver fyrir sig.


Potentiam – Bálsýn
Potentiam er án efa eitt besta band Íslands, það er bara leiðinlegt að ég uppgötvaði þá ekki fyrr. Mig minnir að ég hafi verið nýbyrjaður að tékka á þeim þegar ég sá “síðustu” tónleikana þeirra í Norðurkjallaranum í MH. Það var engin frábær stemning í fólkinu þarna en mér fannst þetta geðveikt.


Drudkh – Blood in our Wells
Náunginn sem kynnti mig fyrir Drudkh sagði þá spila “fallegan black metal”. Það var eitthvað sem ég trúði sko alls ekki. En svo tékkaði ég á þeim og hef ekki hætt að hlusta síðan. Það er eitthvað sem bara virkar þegar þú setur blues-sóló yfir rólegan svartmálm.


Immortal – At the Heart of Winter
Ég hugsa að þetta sé diskurinn sem kom mér eitthvað almennilega inn í svartmálms heiminn, það eru kannski margir á því máli að þetta sé death metal skotið en ég veit ekki. Andrúmsloftið á honum er svo sterkt, productionið er yndislegt. Kannski er gott atmó ekkert annað en goodshit clean gítarar með geðveikt miklu reverbi. En meira þarf ekki til að heilla mig.


Keep of Kalessin – Armada
Það er eitthvað svo tignarlegt við þennan disk. Hann nær að vera andskoti öfgafullur en melódískur á sama tíma. Hann er dálítið thrashaður með hint af flamenco. Ég get svarið að Keep of Kalessin hafi fengið mariachi band til liðs við sig þegar þeir voru að semja diskinn.


Mgla – With Hearts Toward None
Þetta er kannski eini diskurinn á þessum lista sem er pjúra blöðkumálmur. Eina markmiðið er að vera einfaldur og góður. Mjög beisik gítarvinnsla í þessu en trommurnar halda honum algjörlega uppi. Mæli eindregið með síðasta laginu.

Annars er allt að gerast hjá Auðn þessa dagana. Við erum búnir í tökum á okkar fyrstu útgáfu, sem verður sjálf-titluð breiðskífa. Við erum í samningaviðræðum við franskt label, Le Crepuscule du Soir Productions um að gefa níðingsverkið út í 500 eintökum. Um verslunarmannahelgina verðum við á Norðanpaunk hátíðinni á Laugarbakka og hver veit nema okkur verði að finna einhversstaðar á Eistnaflugi. Annars er stefnan að spila eins mikið og við getum ásamt því að æfa nýtt efni.

Heimasíða Auðnar


enthroned streyma sovereigns

enthroned

Í dag kom Sovereigns út, tíunda plata belgísku svartrokkana í Enthroned. Síðan 1995 hafa þessir ofvirku Belgar skellt út skífum með nokkuð reglulegu millibili á milli þess að missa úr meðlimi og fá inn nýja í staðinn.  Í átta ár hefur hljómsveitin starfað án upprunalegra meðlima innanborðs og ef eitthvað þá hefur það bætt tónlistina því margir vilja meina að hljómsveitin sé að gera mun betri hluti nú en áður og að frá Tetra Karcist hafi leiðin legið upp á við.

Skífan, sem spannar heilar 40 mínútur er nú fáanleg frá Agonia Records í hinum ýmsu útgáfum en þó virðist, því miður, sem hún sé ekki fáanleg á kassettu og ekki virðist geisladiskurinn fáanlegur í venjulegu plasthulstri. Ef þú telur það ókost fremur en kost þarftu ekki að örvænta því hér fyrir neðan er hægt að hlusta á skífuna alla, án þess að umbúðir af nokkru tagi fari í taugarnar á þér.

Heimasíða Enthroned
Heimasíða Agonia

sadhak á sadhak á kassettu

sahhak

Það er ekki oft sem að ég heyri hljómsveitum í hægari kantinum líkt við hina goðsagnakenndu bresku hljómsveit Warning, sama hversu góðar, hægar og þungar hljómsveitirnar eru. Það er líka erfitt að reyna að skapa eitthvað álíka því sem þeir meistarar gerðu og oftar en ekki hefur maður gengið vonsvikinn frá þegar að goðunum hefur verið slengt fram til þess að tæla fleiri áhugasama án þess að nokkur innistæða sé fyrir því.

Það er því afskaplega ánægjulegt að hitta á norsku dómsdagsmálmhausana í Sadhak en þeir gáfu nýlega út samnefnda kassettu á vegum amerísku útgáfunnar Shadow Kingdom Records. Tvö lög. Átján mínútur. 100 eintök. Hvorki minna, né meira.

Sadhak, sem er í raun verkefni Andreas Hagen úr High Priest of Saturn, dregur þó ekki eingöngu áhrif úr dómsdagsmálminum heldur má þarna líka finna fín, en afskaplega áberandi á köflum, Burzum áhrif sem gefa tónlistinni aukinn lit.

Heimasíða Sadhak
Heimasíða Shadow Kingdom