ný tónlist: svartsyn – seven headed snake (og næstum nýtt með ofermod)

Það er gaman að sjá eldri hljómsveitir snúa aftur með góð lög, því þá leyfir maður sér að vona að komandi breiðskífur verði eitthvað meira en skugginn af því sem áður var.

Svartsyn sleppti í dag nýju lagi í loftið, tekið af In Death, sem væntanleg er í byrjun júní. “Seven Headed Snake” Lagi sem hljómar eins og það sé ekki samið af einstaklingi sem er í sífellu að reyna að skapa aftur það sem áður var.

Það mætti segja það sama um Sol Nox, þriðju breiðskífu Ofermod, þó þar sé svo sannarlega dansað á línunni.

ný tónlist: dynfari – sorgarefni segi ég þér

Það er góður dagur í dag, allavega útgáfulega séð. Slatti af fínum plötum að koma út í dag. Þar á meðal fjórða breiðskífa Dynfara sem kom út á vegum Aural Music.

Dynfari er, enn sem komið er, eina almennilega eftirsvertusveitin í þorpinu hér á Íslandi, og hún bætir sig með hverri útgáfu, en þannig á það einmitt að vera.

ný tónlist: stargazer – a merging to the boundless: void of voyce

Síðan 1995 hefur StarGazer dælt út óreiðukenndu martraðarokki og A Meging to the Boundless: Void of Voyce, þriðja breiðskífa sveitarinnar, kom út fyrir þremur árum hjá Nuclear War Now! Productions.

Fyrsta júní næstkomandi er von á nýrri útgáfu plötunnar, í breyttri mynd þó, þar sem um instrúmental útgáfu er að ræða. Hægt er að hlusta á gripinn hér fyrir neðan og enn lengra fyrir neðan er svo hægt að hlusta á upprunalega útgáfu “Black Gammon”, fyrsta lagsins á plötunni.