ný tónlist: svartsyn – seven headed snake (og næstum nýtt með ofermod)

Það er gaman að sjá eldri hljómsveitir snúa aftur með góð lög, því þá leyfir maður sér að vona að komandi breiðskífur verði eitthvað meira en skugginn af því sem áður var.

Svartsyn sleppti í dag nýju lagi í loftið, tekið af In Death, sem væntanleg er í byrjun júní. „Seven Headed Snake“ Lagi sem hljómar eins og það sé ekki samið af einstaklingi sem er í sífellu að reyna að skapa aftur það sem áður var.

Það mætti segja það sama um Sol Nox, þriðju breiðskífu Ofermod, þó þar sé svo sannarlega dansað á línunni.

ný tónlist: ulsect – unveil

Season of Mist skellti nýju lagi með Ulsect á netið í dag, en platan sú kemur út tólfta maí.

Dauðarokksskriðdrekinn hollenski inniheldur gítarleikarann Joris Bonis og trommarann Jasper Barendregt úr Dodecahedron, Dennis Aarts, fyrrum bassaleikara Textures, og að lokum Dennis Maas á röddum og Arno Frericks á gítar.

ný tónlist: nexion – nexion

Það er nóg að gera í dag, Dynfari og Nexion með nýjar útgáfur og svo verður Krossfest útá Granda í kvöld.

Ég missti af Nexion á Oration í febrúar en næ þeim eflaust á Reykjavík Deathfest í næsta mánuði. Þangað til verður þetta í gangi.

ný tónlist: stargazer – a merging to the boundless: void of voyce

Síðan 1995 hefur StarGazer dælt út óreiðukenndu martraðarokki og A Meging to the Boundless: Void of Voyce, þriðja breiðskífa sveitarinnar, kom út fyrir þremur árum hjá Nuclear War Now! Productions.

Fyrsta júní næstkomandi er von á nýrri útgáfu plötunnar, í breyttri mynd þó, þar sem um instrúmental útgáfu er að ræða. Hægt er að hlusta á gripinn hér fyrir neðan og enn lengra fyrir neðan er svo hægt að hlusta á upprunalega útgáfu „Black Gammon“, fyrsta lagsins á plötunni.

ný tónlist: skelethal, taphos nomos og urðun

Tuttugasta og þriðja júní næstkomandi stefnir Hells Headbangers á útgáfu fyrstu breiðskífu frönsku dauðarokkssvínanna í Skelethal.

Ef ég man rétt þá var ég ekkert yfir mig hrifinn af fyrra efni hljómsveitarinnar, en það er einhver Krabathor fílingur í „Chaotic Deviance“ sem ég hef mjög gaman af.

En ef við lítum okkur nær núna, þá mun Caligari Records gefa út splitt teip með hinni amerísku Taphos Namos og strákunum okkar í Urðun. Er Urðun skemmtilegasta dauðarokksband norðan heiða? Á Dalvíkurblackmetalmafían einhvern séns í þetta?