frumsýning: merrimack – the falsified son

Mynd: Alizee Adamek

Í dag, sumardaginn fyrsta, frumsýnir Andfarinn lag með frönsku djöflarokksveitinni Merrimack en nýjasta breiðskífa hennar, Omegaphilia, kemur út hjá Season of Mist níunda júní næstkomandi.

Perversifier, gítarleikari hljómsveitarinnar, stofnaði Merrimack 1994, rétt eftir að black metal sprengjan reið yfir heimsbyggðina. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út ógrynni af kassettum, vínil og geisladiskum og farið í gegnum slatta af breytingum á meðlimaskipan.

En þrátt fyrir breytingar á liðsskipan keyrir hljómsveitin ennþá sitt klassíska franska djöflarokk af fullum krafti og stefnir ekki á neinar breytingar þar.


frumsýning: nightbringer – terra damnata

Í dag frumsýnir Andfarinn nýjustu breiðskífu bandarísku djöflarokkssveitinni Nightbringer, Terra Damnata, sem kemur út hjá Season of Mist á morgun.

“With Terra Damnata we have tread even deeper into the labyrinth of certain esoteric traditions and sacred mythos, closer to the heart of the living darkness that destroys all and liberates but few. The spirit of the album is one of an ever backwards turning and embracing of both terror and ecstasies, love and death, before the gods and daemons of the Age of Misrule.”

frumsýning: river black – low

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með amerísku hljómsveitinni River Black en fyrsta breiðskífa hennar, Radiation, kemur út hjá Season of Mist sjöunda júlí næstkomandi.

Þó River Black sé ungt band þá hafa meðlimir hennar komið víða við, þar á meðal í Burnt by the Sun, en þaðan kemur meirihluti þeirra.

Samkvæmt Mike Olender fjallar “Low” um það hvernig hægt er að nota trúarbrögð til slæmra hluta.

“Our first track out, ‘Low’ is an expression of horror at how religion can become twisted and manipulated by charlatans and demagogues. It was inspired by a news report, I heard about a journalist, who spent some time with the now-deceased Isis leader ‘Johnny Jihad’. It revealed how this man used brutality with the purpose of inspiring others with similarly twisted minds. He used videos of his actions as recruiting tools. I was struck by the thought that there are people out there, who not only wouldn’t be repelled by these horrific videos, but actually excited and inspired by the images of this man gleefully sawing off the heads of the orange-clad victims kneeling before him. Faiths have always had these characters throughout history, but it is surreal to realize we are living in such dark historic times.”

frumsýning: necrowretch – satanic slavery

Í dag frumsýnir Andfarinn breiðskífu með frönsku dauðarokksveitinni Necrowretch en nýjasta breiðskífa hennar, Satanic Slavery, kemur út hjá Season of Mist næsta föstudag.

Að sögn hljómsveitarinnar var það ómögulegt að halda þessari plötu haminni lengur, dýrið innra með henni krafðist þess að því yrði sleppt strax. Dýr fyllt orku þess öfgarokks sem Necrowretch hafa alltaf kosið.

frumsýning: impure wilhelmina – great falls beyond death

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með svissnesku altrokksveitinni Impure Wilhelmina en sjötta breiðskífa hennar, Radiation, kemur út hjá Season of Mist sjöunda júlí næstkomandi.

Við erum að tala um tilfinningadrifið rokk hérna hjá Impure Wilhelmina. Þetta er tónlist fyrir fólk sem er í tengslum við sitt innra sjálf. Aðdáendur Katatonia, Paradise Lost og jafnvel Tiamat ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Radiation.

windswept – the great cold steppe

Í dag frumsýnir Andfarinn heila plötu með úkraínsku sveitinni Windswept en fyrsta breiðskífa hennar, The Great Cols Steppe, kemur út hjá Season of Mist á morgun.

Það má vel vera að þú þekkir ekki nafnið, en þú ættir að þekkja nafn eins þeirra sem á bakvið hljómsveitina standa, Roman Saenko. Eftir hann liggur haugur af plötum, kassettum og smáskífum með Drudkh, Blood of Kingu og Old Silver Key, svo eitthvað sé nefnt.

Innblásturinn fyrir þetta verkefni þeirra félagi kemur frá náttúrunni, sem er nú ekki óalgengt í djöflarokkinu. Vetrarhörkurnar á sléttunum miklu í austri er það sem dreif þá félaga áfram á þeim þremur dögum sem það tók að taka þessa plötu upp. Engin tónlist var samin áður, allt var búið til á staðnum.

frumsýning: thyrant – e.o.s.

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með spænsku djöflakjarnasveitinni Thyrant en fyrsta breiðskífa hennar, What We Left Behind…, kemur út hjá Indie Recordings tólfta maí næstkomandi.

Aðspurð segjast hljómsveitarmeðlimir afskaplega ánægðir með að vera komnir á mála hjá norska þungarokksrisanum. Það fór mikið af blóð, svita og tárum í þessa plötu og ættu hlustendur að verða vel varir við það.