review: vardan – nostalgia part iv

VardanNostalgia

VardanNostalgia: Archive of Failure part IV. Moribund Records.
Release date: 26 january 2018.

Whenever some band is described as being groundbreaking it peaks my interest. However, when I then go and check out the band’s discography and see that in the last couple of years said band has released more than a handful of full lengths my expectations are instantly lowered.

And rightly so! This. Is. Not. Groundbreaking.

This is rather mundane DSBM in the vein of Burzum and Forgotten Woods, and the only batch of people that might call this original and groundbreaking are people that have either never heard of the previously mentioned bands or choose ignorance over enlightenment. It’s not badly done, it’s just not that good.

dreamarcher – dreamarcher

Dreamarcher er ung hljómsveit af vesturströnd Noregs sem gaf út sína fyrstu plötu síðasta föstudag hjá Indie Recordings.

Hljómsveitin sækir í viskubrunn hljómsveita á borð við Deafheaven, Mastodon og Converge, og það verður að segjast eins og er að það heyrist mjög vel. Það heyrist það vel að á stundum hljómar þetta ekki eins og áhrif heldur afrit.

Það er í sjálfu sér ekkert slæmt, því þetta er ekki illa gert hjá þeim. Dreamarcher er að gera skemmtilega proggaða eftirsvertu og það þó áhrif skíni sterkt í gegn skemmir ekkert fyrir.

Dreamarcher er full af möguleikum, og ég er temmilega spenntur fyrir því að heyra hvað hljómsveitin gerir næst. Blandan sem hljómsveitin er að hræra í er góð, en það þarf aðeins að bæta hana til þess að hljómsveitin lifi af aðra plötu.

Dreamarcher
Indie Recordings
7 október 2016

skálmöld – vögguvísur yggdrasils

Fjórða breiðskífa Skálmaldar, Vögguvísur Yggdrasils, mun líta dagsins ljós á morgun og því ekki seinna vænna að kíkja aðeins á gripinn áður en brjálæðið grípur þjóðina, en án efa eru einhverjir núna að tjalda fyrir framan Smekkleysu í von um að ná í fyrstu eintökin sem fara í sölu þar í fyrramálið.

Þessir aðilar munu ganga út nokkur þúsund krónum fátækari en reynslunni ríkari, með bakið hokið undan þunga rokksins. Þungarokksins. Og þegar heim er komið mun skífan verða sett á og ferðinni verður heitið til nýrra heima. Níu heima.

Eins og ætla mætti af “Niðavellir”, sem sleppt var lausu á Netinu fyrir nokkrum vikum, er Skálmöld á mjög svipuðum slóðum og hún hefur áður verið. Að mestu leyti. Með hverri plötu finnst mér áhrif klassísks þungarokks koma fram, en þó ekki svo að víkingarokkið missi sitt vægi þarna.

Því, í grunninn eru Skálmöld alltaf að bæta við fyrstu plötuna. Skálmöld er Bolt Thrower víkingarokksins, Unleashed Íslands, þar sem hver plata bætir við þá sem áður kom. Það eru engar drastískar stefnubreytingar, það eru bara bætt smá við í hvert skipti.

Og hvað endar maður þá með? Enn eina Skálmaldar plötuna sem á eftir að fá svipaðar viðtökur og þær sem áður komu. Sumir eiga eftir að elska hana og aðrir hata, og það verður eflaust vegna sömu hluta og áður því þessi plata er nefnilega afskaplega svipuð þeim sem áður komu.

Skálmöld
Napalm Records
30 september 2016

narthraal – chainsaw killing spree (dómur)

Narthraal elskar hið klassíska sænska dauðarokkssánd, það er eitt sem víst er.

Hið guðdómalega hljóð sem hljómsveitir eins og Entombed og Dismember gerðu frægt eru gerð góð skil hér, enda stærir hin íslenska dauðarokksmaskína sig af því að vera eina hljómsveitin hér á landi sem notar alveg eins distorjon petala og gömlu meistararnir.

Chainsaw Killing Spree er óður til gullára sænsks dauðarokks og sem slík fínn gripur. En, það sem Narthraal vantar, sem margar þeirra fjölmörgu hljómsveita sem sækja í þennan brunn hafa, er eitthvað sem grípur.

Þessi smáskífa er varla tíu mínútur, en þegar ég hlusta á hana finnst mér hún of löng. Hvernig er það hægt? Kannski vegna þess að ég skil ekki síðustu nítíu sekúndurnar eða svo í “Million Graves to Fill”. Hvert er allt þetta sóló að fara?

Þessi stafræna útgáfa á vegum finnsku útgáfunnar Inverse Records er undanfari breiðskífu sveitarinnar sem mun koma út á næsta ári. Áður en það gerist, strákar mínir, er komið að smá naflaskoðun. Þið eruð á réttri leið, en það þarf að skera smá fitu af spikinu.

Narthraal
Inverse Records
7 október 2016

mannveira/ellorsith splittið skoðað

Fjögur lög, tuttugu og sjö mínútur, tvær hljómsveitir. Mannveira íslensk djöflarokkssveit sem gaf áður út demoið Von er eitur, Ellorsith kanadísk dauðarokkshljómsveit sem gaf áður út demoið 1959.

Lögin tvö sem Ellorsith bjóða okkur uppá hljóma ágætlega. Þegar ég renndi þessu fyrst í gegn var söngurinn ekki mikið að heilla mig en á öðru rennsli þá var einhver Macabre-tenging komin inn sem lét þetta allt hljóma mun betur. Nútímalegt dauðarokk, sem þýðir þá að það er helvíti djöflarokksskotið. Smá GoPo-fýlingur jafnvel?

Mannveira er á svipuðum slóðum og hún var á Von er eitur, með skemmtilega blöndu sem á tíðum hljómar nett Svartadauða-leg og á öðrum köflum eins og menn hafi mikið legið yfir finnsku djöflarokki. Það er erfitt að fokka upp slíkri blöndu og Mannveira gerir ekkert slíkt hér.

Ellorsith / Mannveira
Dark Descent Records
3 ágúst 2016

cough – still they pray

cough

Bandaríska dómsmálmssveitin Cough hefur látið lítið á sér bera undanfarin 3 ár, eða síðan splittið Reflection of the Negative með þeim og Windhand kom út. Nú er hins vegar að verða breyting þar á, en þann 3. júní kom út fyrsta stúdíóplata Cough síðan þeir sendu frá sér Ritual Abuse fyrir rétt tæpum 6 árum. Ber platan titilinn Still They Pray og er hún pródúseruð af Jus Oborn, aðalsprautu hinnar goðsagnakenndu sveitar Electric Wizard, og tekin upp af honum og Garret Morris, öðrum gítarleikara Windhand. Still They Pray er gefin út af Relapse.

Cough eru ekki þekktir fyrir að flækja hlutina að óþörfu og byrjar því platan á gítarfeedbacki áður en útúrfözzuð strengjahljóðfærin og dómsdagssöngur Parker Chandler hefjast. Eins og venjan er í stoner doom er það níðþungt riffið sem ræður ríkjum á Still They Pray, ásamt dáleiðandi endurtekningum og mannhatri sem lekur af hverju einasta hljóði sem Chandler lætur út úr sér.

Hljómsveitin fer út í aðeins meiri tilraunastarfsemi en hún hefur gert áður, en á plötunni er að finna tvö lög sem með elementum sem eru áður óséð hjá Cough. Annars vegar er að finna lagið “Shadow of the Torturer”, sem hefst sem hálfgert blues-lag áður en þyngslin sem Cough eru þekktir fyrir leggjast yfir allt eins og mara, og hins vegar titillag plötunnar sem best mætti lýsa sem semi-acoustic kassagítarsfolk-lagi í þunglyndari kantinum.

Still They Pray gefur fyrri plötum Cough ekkert eftir þrátt fyrir að vera öðruvísi á ýmsan hátt. Hún virkar fínpússaðri en fyrri plötur, en ekki svo pússuð að hún tapi sjarmanum sem góð, skítug og mannhatandi stoner doom plata hefur. Blues og folk lögin brjóta plötuna aðeins upp en smellpassa þó þar sem fílingurinn helst í þeim. Þessi síðasta útgáfa Cough er enn ein rós í hnappagat þeirra pilta þar sem þessi plata er ekkert minna en frábær.

Cough
Still They Pray
Relapse Records
3 júní 2016

maleficence – realms of mortification

Maleficence er belgísk þrasssvertuhljómsveit sem hefur nú starfað í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hún gefið út tvö demo, First Spit og Journey to the Depths, og svo þessa sjötommu sem kom út á föstudaginn á vegum sænska útgáfudvergsins Blood Harvest.

Eins og málið er oft með þrasssvertusveitir er leitað djúpt í tónlistarbrunn Mið- og Norður-Evrópu, og auðvitað smá til Suður-Ameríku, svo úr verður blanda sem á tímum, mjög fáum þó, fær mann til þess að ímynda sér hvað hefði komið úr því ef Sodom, Kreator og einn af gömlu katalógunum frá Nuclear Blast Records hefðu deilt saman nótt í trekant. Það er ekkert ólíklegt að Maleficence hefði verið getin þar.

Realms of Mortification er skemmtileg blanda. Ágætis plata sem er ekkert sérstaklega einhæf. Fín fyrir fólk sem saknar gömlu góðu daganna þegar Kreator, Sodom og Destruction voru að taka sín fyrstu skref.

Maleficence
Realms of Mortification
Blood Harvest
6 maí 2016