frumsýning: merrimack – the falsified son

Mynd: Alizee Adamek

Í dag, sumardaginn fyrsta, frumsýnir Andfarinn lag með frönsku djöflarokksveitinni Merrimack en nýjasta breiðskífa hennar, Omegaphilia, kemur út hjá Season of Mist níunda júní næstkomandi.

Perversifier, gítarleikari hljómsveitarinnar, stofnaði Merrimack 1994, rétt eftir að black metal sprengjan reið yfir heimsbyggðina. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út ógrynni af kassettum, vínil og geisladiskum og farið í gegnum slatta af breytingum á meðlimaskipan.

En þrátt fyrir breytingar á liðsskipan keyrir hljómsveitin ennþá sitt klassíska franska djöflarokk af fullum krafti og stefnir ekki á neinar breytingar þar.


ný tónlist: svartsyn – seven headed snake (og næstum nýtt með ofermod)

Það er gaman að sjá eldri hljómsveitir snúa aftur með góð lög, því þá leyfir maður sér að vona að komandi breiðskífur verði eitthvað meira en skugginn af því sem áður var.

Svartsyn sleppti í dag nýju lagi í loftið, tekið af In Death, sem væntanleg er í byrjun júní. „Seven Headed Snake“ Lagi sem hljómar eins og það sé ekki samið af einstaklingi sem er í sífellu að reyna að skapa aftur það sem áður var.

Það mætti segja það sama um Sol Nox, þriðju breiðskífu Ofermod, þó þar sé svo sannarlega dansað á línunni.

af ævintýrum max og iggors í ameríku…

Eins og alþjóð veit munu bræðurnir Max og Iggor Cavalera koma fram á Eistnaflugi og flytja þar lög af frægustu skífu Sepultura, sem bræðurnir stofnuðu fyrir þrjátíu og þrem árum, þá rétt skriðnir yfir fermingaraldurinn.

YouTube rásin Digital Tour Bus stundar það grimmt að heimsækja tónlistarmenn á ferðalögum um Bandaríkin og um daginn var kíkt í heimsókn til bræðranna þar sem þeir voru á túr með Íslandsvinunum í Immolation og Full of Hell.

Myndbandið hér fyrir neðan er frá því innliti. Það hefur kannski ekkert í glamúrinn sem einkennir Falleg heimili en hefur þó eitt umfram, Gatecreeper peysuna sem Max er í. Það er enginn minibíósalur í Njarðvík að fara að keppa við slíkt!

ný tónlist: dynfari – sorgarefni segi ég þér

Það er góður dagur í dag, allavega útgáfulega séð. Slatti af fínum plötum að koma út í dag. Þar á meðal fjórða breiðskífa Dynfara sem kom út á vegum Aural Music.

Dynfari er, enn sem komið er, eina almennilega eftirsvertusveitin í þorpinu hér á Íslandi, og hún bætir sig með hverri útgáfu, en þannig á það einmitt að vera.

frumsýning: nightbringer – terra damnata

Í dag frumsýnir Andfarinn nýjustu breiðskífu bandarísku djöflarokkssveitinni Nightbringer, Terra Damnata, sem kemur út hjá Season of Mist á morgun.

„With Terra Damnata we have tread even deeper into the labyrinth of certain esoteric traditions and sacred mythos, closer to the heart of the living darkness that destroys all and liberates but few. The spirit of the album is one of an ever backwards turning and embracing of both terror and ecstasies, love and death, before the gods and daemons of the Age of Misrule.“