frumsýning: merrimack – the falsified son

Mynd: Alizee Adamek

Í dag, sumardaginn fyrsta, frumsýnir Andfarinn lag með frönsku djöflarokksveitinni Merrimack en nýjasta breiðskífa hennar, Omegaphilia, kemur út hjá Season of Mist níunda júní næstkomandi.

Perversifier, gítarleikari hljómsveitarinnar, stofnaði Merrimack 1994, rétt eftir að black metal sprengjan reið yfir heimsbyggðina. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út ógrynni af kassettum, vínil og geisladiskum og farið í gegnum slatta af breytingum á meðlimaskipan.

En þrátt fyrir breytingar á liðsskipan keyrir hljómsveitin ennþá sitt klassíska franska djöflarokk af fullum krafti og stefnir ekki á neinar breytingar þar.


ný tónlist: svartsyn – seven headed snake (og næstum nýtt með ofermod)

Það er gaman að sjá eldri hljómsveitir snúa aftur með góð lög, því þá leyfir maður sér að vona að komandi breiðskífur verði eitthvað meira en skugginn af því sem áður var.

Svartsyn sleppti í dag nýju lagi í loftið, tekið af In Death, sem væntanleg er í byrjun júní. „Seven Headed Snake“ Lagi sem hljómar eins og það sé ekki samið af einstaklingi sem er í sífellu að reyna að skapa aftur það sem áður var.

Það mætti segja það sama um Sol Nox, þriðju breiðskífu Ofermod, þó þar sé svo sannarlega dansað á línunni.

ný tónlist: ulsect – unveil

Season of Mist skellti nýju lagi með Ulsect á netið í dag, en platan sú kemur út tólfta maí.

Dauðarokksskriðdrekinn hollenski inniheldur gítarleikarann Joris Bonis og trommarann Jasper Barendregt úr Dodecahedron, Dennis Aarts, fyrrum bassaleikara Textures, og að lokum Dennis Maas á röddum og Arno Frericks á gítar.

af ævintýrum max og iggors í ameríku…

Eins og alþjóð veit munu bræðurnir Max og Iggor Cavalera koma fram á Eistnaflugi og flytja þar lög af frægustu skífu Sepultura, sem bræðurnir stofnuðu fyrir þrjátíu og þrem árum, þá rétt skriðnir yfir fermingaraldurinn.

YouTube rásin Digital Tour Bus stundar það grimmt að heimsækja tónlistarmenn á ferðalögum um Bandaríkin og um daginn var kíkt í heimsókn til bræðranna þar sem þeir voru á túr með Íslandsvinunum í Immolation og Full of Hell.

Myndbandið hér fyrir neðan er frá því innliti. Það hefur kannski ekkert í glamúrinn sem einkennir Falleg heimili en hefur þó eitt umfram, Gatecreeper peysuna sem Max er í. Það er enginn minibíósalur í Njarðvík að fara að keppa við slíkt!

ný tónlist: nexion – nexion

Það er nóg að gera í dag, Dynfari og Nexion með nýjar útgáfur og svo verður Krossfest útá Granda í kvöld.

Ég missti af Nexion á Oration í febrúar en næ þeim eflaust á Reykjavík Deathfest í næsta mánuði. Þangað til verður þetta í gangi.

frumsýning: nightbringer – terra damnata

Í dag frumsýnir Andfarinn nýjustu breiðskífu bandarísku djöflarokkssveitinni Nightbringer, Terra Damnata, sem kemur út hjá Season of Mist á morgun.

„With Terra Damnata we have tread even deeper into the labyrinth of certain esoteric traditions and sacred mythos, closer to the heart of the living darkness that destroys all and liberates but few. The spirit of the album is one of an ever backwards turning and embracing of both terror and ecstasies, love and death, before the gods and daemons of the Age of Misrule.“

frumsýning: river black – low

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með amerísku hljómsveitinni River Black en fyrsta breiðskífa hennar, Radiation, kemur út hjá Season of Mist sjöunda júlí næstkomandi.

Þó River Black sé ungt band þá hafa meðlimir hennar komið víða við, þar á meðal í Burnt by the Sun, en þaðan kemur meirihluti þeirra.

Samkvæmt Mike Olender fjallar „Low“ um það hvernig hægt er að nota trúarbrögð til slæmra hluta.

„Our first track out, ‘Low’ is an expression of horror at how religion can become twisted and manipulated by charlatans and demagogues. It was inspired by a news report, I heard about a journalist, who spent some time with the now-deceased Isis leader ‘Johnny Jihad’. It revealed how this man used brutality with the purpose of inspiring others with similarly twisted minds. He used videos of his actions as recruiting tools. I was struck by the thought that there are people out there, who not only wouldn’t be repelled by these horrific videos, but actually excited and inspired by the images of this man gleefully sawing off the heads of the orange-clad victims kneeling before him. Faiths have always had these characters throughout history, but it is surreal to realize we are living in such dark historic times.“

frumsýning: necrowretch – satanic slavery

Í dag frumsýnir Andfarinn breiðskífu með frönsku dauðarokksveitinni Necrowretch en nýjasta breiðskífa hennar, Satanic Slavery, kemur út hjá Season of Mist næsta föstudag.

Að sögn hljómsveitarinnar var það ómögulegt að halda þessari plötu haminni lengur, dýrið innra með henni krafðist þess að því yrði sleppt strax. Dýr fyllt orku þess öfgarokks sem Necrowretch hafa alltaf kosið.

það er nóg að gerast, það er bara lítil hvíld

 

Kommentakerfin eru full af fólki sem virðist vita af hverju hlutirnir ganga svona illa. Það er út af því að unga fólkið er svo latt. En, miðað við hvað það er mikið af tónleikum þessa helgi þá virðist nú vera eitthvað af fólki sem nennir að gera hluti.

Á fimmtudaginn verða Auðn og Zhrine á Hard Rock. Báðar hljómsveitir munu spila blöndu af útgefnu og óútgefnu efni. Frekari upplýsingar um tónleikana má finna hér.

Á föstudaginn er Krossfesting III, þriðja upphitunarkvöldið fyrir Norðanpaunk. Þar koma fram Kuldaboli, World Narcosis, Andavald og Vofa. Frekari upplýsingar um tónleikana má finna hér.

Laugardagurinn þungi verður svo haldinn hátíðlegur á Gauknum en þar munu Qualia, Morpholith, Slor og CXVIII koma fram, en þess má til gamans geta að þetta eru fyrstu tónleikar draugabandsins CXVIII. Frekari upplýsingar um tónleikana má finna hér.