skurk skellir ræmu lausri

Eftir örstutta stund, klukkan 20:00, skella Skurkarar lausri heimildarmynd um gerð plötunnar Blóðbragð. Hana má finna hér fyrir neðan.

Fyrst ég hafði Skurkara á línunni spurði ég Hörð Halldórsson, gítarleikara sveitarinnar, að því af hverju þeir hefðu valið að gefa út geisladisk í stað vínils. Eru ekki allir svo æstir í vínil?

H: Tjahh. Gamaldags kannski. Í rauninni erum við miklu meira að gefa út digital. Við gerum okkur vel grein fyrir því að geisladiskamarkaðurinn er í lægð, ég á ekki einu sinni geisladiskaspilara eða DVD heima. Við erum að gefa út 3 útgáfur af digital, Blóðbragð, Blóðbragð/Final Gift og svo VIP pakka sem er nokkuð grand með allar útgáfur, VHS upptökurnog gamlar upptökur síðan 1993.
En, geisladiskurinn er líka nafnspjaldið okkar.
Við erum að vinna í vínil málum as we speak með Vinyl.is en það þarf að vera vel gert og diskurinn er mjög langur, og því þarf að skoða gatefold kostnaðinn og svoleiðis. Vonandi ef allt gengur upp og heimurinn tekur okkur vel þá höfum við möguleika á að rispa vínil.

Author: Andfari

Andfari