frumsýning: thyrant – e.o.s.

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með spænsku djöflakjarnasveitinni Thyrant en fyrsta breiðskífa hennar, What We Left Behind…, kemur út hjá Indie Recordings tólfta maí næstkomandi.

Aðspurð segjast hljómsveitarmeðlimir afskaplega ánægðir með að vera komnir á mála hjá norska þungarokksrisanum. Það fór mikið af blóð, svita og tárum í þessa plötu og ættu hlustendur að verða vel varir við það.

Author: Andfari

Andfari