ný tónlist: skelethal, taphos nomos og urðun

Tuttugasta og þriðja júní næstkomandi stefnir Hells Headbangers á útgáfu fyrstu breiðskífu frönsku dauðarokkssvínanna í Skelethal.

Ef ég man rétt þá var ég ekkert yfir mig hrifinn af fyrra efni hljómsveitarinnar, en það er einhver Krabathor fílingur í “Chaotic Deviance” sem ég hef mjög gaman af.

En ef við lítum okkur nær núna, þá mun Caligari Records gefa út splitt teip með hinni amerísku Taphos Namos og strákunum okkar í Urðun. Er Urðun skemmtilegasta dauðarokksband norðan heiða? Á Dalvíkurblackmetalmafían einhvern séns í þetta?

Author: Andfari

Andfari