frumsýning: disperse – foreword

Í dag frumsýnir Andfarinn heila plötu með pólsk-ensku öfgamálmssveitinni Disperse en nýjasta breiðskífa hennar, Foreword, kemur út á Season of Mist næsta föstudag.

Þetta er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar og eins og á hinum þá teygir hljómsveitin hugtakið sem þungarokkið er út í ystu æsar.

En hvað þýðir það? Tja, nú þegar ég hlusta á fyrsta lagið, “Stay”, þá heyrist mér það þýða að þungarokkinu sé vafið í bómul fulla af proggpoppi.

Þetta er Cynic fyrir tyggjókúlukynslóðina.

Author: Andfari

Andfari