frumsýning: nightbringer – misrule

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með bandarísku djöflarokkssveitinni Nightbringer en nýjasta breiðskífa hennar, Terra Damnata, kemur út hjá Season of Mist fjórtánda apríl næstkomandi.

Bandaríska djöflarokkssveitin Nightbringer var stofnuð rétt fyrir aldamótin. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar breiðskífur (ásamt slatta af öðru efni) sem allar hafa fengið mjög góðar viðtökur.

Það má því gera ráð fyrir að heitir aðdáendur djöflarokks séu spenntir fyrir nýrri plötu frá hljómsveitinni. Auk þess sem það er helvíti fínt að fá smá ró eftir brjálæðið sem Oration var núna um helgina.

Author: Andfari

Andfari