frumsýning: benighted – necrobreed

Í dag frumsýnir Andfarinn heila plötu með frönsku svartdauðarokksveitinni Benighted en nýjasta breiðskífa hennar, Necrobreed, kemur út hjá Season of Mist á morgun.

Hljómsveitin var stofnuð 1998 af meðlimum dauða- og djöflarokksveitanna Dishumanized, Darkness Fire og Osgiliath. Markmið þeirra var að nútímavæða öfgarokkið og þegar fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út um aldamótin fékk hún mjög góðar viðtökur. Fólk var reiðubúið undir þróunina sem Benighted bauð uppá og síðan þá hefur hljómsveitin aukið við sig með hverri útgáfu. Í raun svo að nú ætti hún að vera þónokkrum skrefum á undan okkur.

Ef fólk er svo þyrst í meiri fráviksdauða þá er hér myndband með japönsku dauðarokkssveitinni Defiled sem kemur fram á næsta upphitunarkvöldi Reykjavík Deathfest.

Author: Andfari

Andfari