frumsýning: necrowretch – satanic slavery

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með frönsku dauðarokksveitinni Necrowretch en nýjasta breiðskífa hennar, Satanic Slavery, kemur út hjá Season of Mist fjórtánda apríl næstkomandi.

Á þeim níu árum sem sveitin hefur verið starfandi hefur hljómsveitin komið út tíu útgáfum, þar af tvær breiðskífur. Á þessu ári bætist allavega ein útgáfa við í apríl.

Vlad, söngvari og gítarleikari Necrowretch, lýsir titillagi væntanlegrar plötu sem viðbjóðslegri lofgjörð til Helvítis sjálfs. Hann bætir svo við að þetta lag muni drekkja hlustandanum í eldhafi næstu þúsund árin. Góðir tímar eru greinilega framundan!

Author: Andfari

Andfari