frumsýning: replacire – horsestance

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með amerísku tæknidauðarokksveitinni Replacire en nýjasta breiðskífa hennar, Do Not Deviate, kemur út hjá Season of Mist sautjánda mars næstkomandi.

Eric Alper, gítarleikari sveitarinnar, stofnaði Replacire 2010 og tveimur árum seinna kom frumburður hennar út. Síðan þá hefur hljómsveitin farið í gegnum hinar hefðbundnu breytingar á meðlimaskipan og nú eru Zach Baskin og Evan Berry í Replacire ásamt fyrrnefndum Eric. Að auki eru Poh Hock og Kendal Divoll með þegar sveitin stígur á svið.

Eins og áður sagði er hér um tæknidauða að ræða og ætti þetta því að höfða vel til fylgjenda seinna tímabils Death, þess sem Cynic gerði á Focus, jafnvel að fólk sem fílar Hate Eternal og Artificial Brain finni þarna eitthvað við sitt hæfi. Kannski.

Author: Andfari

Andfari