frumsýning: windswept – shrouded in pale shining, so sleeps infinite ancient steppe

Það er við hæfi, þegar maður kemur til baka eftir smá hlé, að halda uppá það með einhverjum hætti. Í dag rís Andfarinn upp úr rekkju sinni eftir tveggja mánaða svefn og heldur uppá það með því að frumsýna glænýtt lag með úkraínsku hljómsveitinni Windswept.

Það má vel vera að þú þekkir ekki nafnið, en þú ættir að þekkja nafn eins þeirra sem á bakvið hljómsveitina standa, Roman Saenko. Eftir hann liggur haugur af plötum, kassettum og smáskífum með Drudkh, Blood of Kingu og Old Silver Key, svo eitthvað sé nefnt.

Innblásturinn fyrir þetta verkefni þeirra félagi kemur frá náttúrunni, sem er nú ekki óalgengt í djöflarokkinu. Vetrarhörkurnar á sléttunum miklu í austri er það sem dreif þá félaga áfram á þeim þremur dögum sem það tók að taka þessa plötu upp. Engin tónlist var samin áður, allt var búið til á staðnum.

The Great Cold Steppe kemur út á vegum Season of Mist þrítugasta of fyrsta mars næstkomandi og verður fáanleg á vínil og geisladisk.

Author: Andfari

Andfari