blood incantation kíkir á landann í mars, spilar á húrra

Já, ég held að ég geti ekki verið annað en ánægður með þær fréttir að ameríska dauðarokkssveitin Blood Incantation mun heimsækja okkur í mars á næsta ári. Sveitin mun koma fram, ásamt Sinmara og Urðun, á öðru fjáröflunarkvöldi Reykjavík Deathfest sem fram fer á Húrra sextánda mars.

Ef þú þekkir ekki Blood Incantation ýttu á þá á play á spilastokknum hér fyrir neðan. Hljómsveitin gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu, Starspawn, og er ég á því að sú skífa eigi eftir að enda á mörgum topp tíu listum þessa árs hjá öfgarokksspekingum.

Author: Andfari

Andfari