frumsýning: fight the fight – perfect combination

Þrátt fyrir að vera afskaplega ung er norska þungarokkssveitin Fight the Fight hlaðin reynslu. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa starfað saman í fjöldamörg ár undir ýmsum nöfnum, nú síðast Faenskap. En, á nýju ári mun Fight the Fight rísa upp úr ösku Faenskap og mun Indie Recordings gefa út fyrstu breiðskífu sveitarinnar.

Við hverju má búast? Hörðu dauðarokki í anda Molested? Ísköldu djöflarokki í anda Abbath? Nei, við erum á nútímaslóðum hérna, ekki föst í forneskju ævintýrasagna. Það eru engir leðurfrakkar hérna. Engin líkmálning. Bara húðflúr og hárlakk.

Author: Andfari

Andfari