the dillinger escape plan á næsta eistnaflugi

Eistnaflug tilkynnti The Dillinger Escape Plan til leiks síðasta föstudag. Hljómsveitin bætist þar við álitlegann headlinerhóp næsta árs en fyrir voru Neurosis og Bloodbath.

Eitt af nýjustu nöfnunum á hátíðinni er Cult of Lillith. Íslenskur dauði sem bætist í hóp með Hubris og Grave Superior. CoL deilir trommara með Draugsól, sem mun gefa plötu út snemma á næsta ári í gegnum Signal Rex. Ætli Flugið slái tvær flugur í einu höggi og bóki Draugsól líka? Tala nú ekki um það ef að hátíðin tekur Mannveiru í leiðinni…

Author: Andfari

Andfari