frumsýning: sahg – blood of oceans

Það er alveg einstaklega leiðinlegt veður úti. Þegar þetta er skrifað er niðadimmt úti, rok og rigning.

Skellum því norskum dómsdagsmetal á fóninn! Þetta textavídjó við lagið “Blood of Oceans”, en Einar Selvik úr Wardruna samdi lagið með meðlimum Sahg, ætti að kæta fólk.

Memento Mori, fimmta breiðskífa Sahg, kom út á vegum Indie Recordings tuttugasta og þriðja september síðastliðinn.

Author: Andfari

Andfari