frumsýning: einherjer – ballad of the swords

Dreptu mig ekki hvað Perturbator var góður í gær! Ég held að ég sé ennþá að jafna mig eftir þetta. Tónleikar ársins? Tónleikar aldarinnar? Eiga FM Belfast eitthvað í stuðið sem var þarna? Stór orð. Stór orð.

En, í dag frumsýnir Andfarinn glænýtt myndband með norsku víkingarokksveitinni Einherjer. Lagið nefnist “Ballad of the Swords” og er tekið af plötunni Dragons of the North XX sem kemur út á vegum Indie Recordings eftir tvær vikur.

Ég held að það sé helvíti fínt að slappa aðeins af og taka því rólega með kaffibolla í einni og kleinu í hinni og kíkja á þessa eðalræmu sem Costin Chioreanu skapaði fyrir hljómsveitina, í þessum skítakulda sem er úti!

Author: Andfari

Andfari