nýtt undir nálinni 051116: fatal fusion, mercy buckets, in flames og slegest

nýtt undir nálinni 051116: fatal fusion, mercy buckets, in flames og slegest

Fatal Fusion – Shadow of the King. Tekið af plötunni Total Absence sem kemur út á vegum Karisma Recordings tuttugasta og fimmta nóvember. Ofurproggað norskt rokk með hljómsveit með nafn sem hljómar eins og því hafi verið skellt saman fyrir Músíktilraunir.

Mercy Buckets – Svarta drottningin. Tekið af smáskífunni Svarta drottningin sem kemur út fljótlega. Elskar hann kaffið? Hann lifir í draumi því kaffið elskar engann.

In Flames – Save Me. Tekið af plötunni Battles sem kemur út ellefta nóvember á vegum Nuclear Blast. Þarf hljómsveitin á björgun að halda? Kannski frá Nu-Metal áhrifunum!

Slegest – Vidsyn. Eins þú manst auðvitað þá birti Andfarinn myndband með Slegest um daginn. Auðvitað rámar þig í það. Heyrðu, Dark Essence Records gaf nýjustu plötu djöfladómsdólgana í Slegest út í gær og hérna er svo platan komin í öllu sínu veldi! Næs!

Author: Andfari

Andfari