íslenskt öfgarokk yfirtekur inferno

Norska öfgarokkshátíðin Inferno, sem fer fram 12-17 apríl í Osló, sendi rétt í þessu út tilkynningu um að það yrði sérstakt Íslandskvöld á John Dee barnum, þar sem hljómsveitirnar Auðn, Kontinuum, Svartidauði og Zhrine munu koma fram. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þær hljómsveitir sem nú þegar hafa verið tilkynntar en á næstu vikum og mánuðum mun hátíðin kynna fleiri hljómsveitir.

INFERNO METAL FESTIVAL 2017:
CARCASS – ABBATH – BORKNAGAR – RED HARVEST – SVARTIDAUÐI – HELHEIM – FURZE – INFERNAL WAR – KONTINUUM – ZHRINE – PILLORIAN – TANGORODRIM – AUÐN – WHIP – NACHASH

Author: Andfari

Andfari