the great old ones – the shadow over innsmouth (nýtt lag frumsýnt)

the great old ones / mynd: valerie cridelause

Er nokkuð annað hægt en að segja já þegar manni býðst að frumsýna glænýtt lag með The Great Old Ones, hljómsveit sem sækir sinn innblástur til hins mikla meistara Howard Phillips Lovecraft? Nei. Svarið er nei.

Tuttugasta og sjöunda janúar næstkomandi mun þriðja plata sveitarinnar, EOD – A Tale Of Dark Legacy, koma út hjá Season of Mist (heimili Auðnar, Kontinuum, Sólstafa og Zhrine).

Author: Andfari

Andfari