sibiir – beat them to death (nýtt myndband)

Fyrr í dag frumsýndum við myndband með Jagged Vision, eins og þú ættir nú að hafa tekið eftir. En það sem við, ég og Andfarinn, vissum ekki var að önnur hljómsveit á Fysisk Format (leibelinu þeirra) skellti líka vídjó á Netið í dag. Sibiir heitir hljómsveitin og mun gefa út sína fyrstu skífu núna níunda desember. Hljómsveitin segist spila Post metallic blackened hardcore, sem ég býst við að þýði að hún hljómi eins og blanda af Grit Teeth, Mercy Buckets og Misþyrmingu.

Author: Andfari

Andfari